Hvers virði er Gríman?

06. okt 2013

stjarnan

Hvers virði er Gríman?

Opin umræða á vegum Leiklistarsambands Íslands í Tjarnarbíói mánudaginn 7. október 17. 30 – 19.00

Ellefta Grímuhátíðin og verðlaunaafhendingin var haldin í Þjóðleikhúsinu í sumar. Gríman, íslensku sviðslistaverðlaunin, hefur verið eitt helsta verkefni LSÍ í meira en áratug. Við sem störfum í sviðslistunum, veltum henni fyrir okkur á hverju ári, togumst á um reglur, ferli og niðurstöður og sitt sýnist hverjum.

Við bjóðum til opinnar umræðu um gildi verðlaunanna undir yfirskriftinni; Hvers virði er Gríman? Við fáum þrjá frummælendur til að velta spurningunni fyrir sér, í stuttum innleggum, út frá mismunandi sjónarhornum.

Hvers virði er Gríman fyrir listamanninn og verðlaunahafann? Hvers virði er hún í samfélaginu og er fjárhagslegur ávinningur af því að hljóta verðlaunin? Hafa verðlaunin sagnfræðilegt gildi?

Frummælendur

Leikhúsfræðingurinn og gagnrýnandinn
Jón Viðar Jónsson

Listamaðurinn og verðlaunahafinn
Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona

Markaðsmaðurinn
Andrés Jónsson, almannatengill og eigandi Góðra samskipta

Jón Páll Eyjólfsson formaður Félags Leikstjóra á Íslandi og ritari stjórnar LSI

JónViðar UnnurÖsp Andrés JónPáll

Fleiri fréttir