ASSITEJ ÍSLAND KALLAR EFTIR SÝNINGUM!!

25. sep 2014

assitejlogo

ASSITEJ Ísland - Alþjóðleg Sviðslistahátíð fyrir unga áhorfendur 21. – 26. aprí 2015

ASSITEJ samtökin á Íslandi undirbúa nú sína árlegu sviðslistahátíð fyrir unga áhorfendur. Hátíðin er haldin í samstarfi við Barnamenningarhátíð í Reykjavík dagana 21.- 26. apríl 2015.
Á síðustu hátíð sóttu um 2700 áhorfendur og þátttakendur hátíðina á þeim fjórum dögum sem hún varði. Boðið var upp á danssýningar og leiksýningar, námskeið og minni viðburði fyrir börn á öllum aldri.
Á næstu hátíð verður boðið upp á ný íslensk verk auk þess að fá hingað erlenda gesti. Allar greinar sviðslistanna koma til greina.

Umsókn Umsókn um þátttöku sendist til assitej.iceland@gmail.com og skal innihalda:
• Upplýsingar um aðstandendur sýningarinnar
• Nákvæm lýsing á sýningunni og ef ekki er hægt að sjá verkið í leikhúsi þá óskum við eftir myndbandi af allri sýningunni (vimeo eða youtube) • tækni rider

ASSITEJ mun greiða sýningarlaun fyrir flytjendur verksins, bjóða upp á hentugt sýningarrými og einfalda tækniaðstoð.

Valnefnd mun fara yfir umsóknir. Endanleg dagskrá verður tilkynnt í febrúar 2015

Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.
Öllum umsóknum verður svarað

Fleiri fréttir