Cinars - Tvö íslensk verk á svið í Montréal

13. nóv 2012

Cinars sviðlistamessan í Montréal í Kanada hefst 14. nóvember nk. Kynningarmiðstöð Leiklistasamband Íslands tekur þátt í messunni í með sýningum á tveim íslenskum sviðsverkum. Leikhúsið Tíu fingur mun sýna Grímuverðlaunabarnaverkið Litla skrímslið systir mín og danstvíeykið Steinunn&Brian sýnir Steinunn&Brian do ART: How to be original. Steinunn og Brianhafa sýnt verk sín víða um Evrópu á undanförnum árum og hlotið margvíslegar viðurkenningar.
Dagskrá messunnar má sjá hér hér

Nordics on Stage, sem er hafa tekið leikhúsið Usine C í Montréal á leigu fyrir flutning á 8 norrænum sviðsverkum þ.á.m. þeim íslensku. LSÍ og Nordics on Stage standa einnig fyrir margvíslegum kynningum og munu hátt í 50 aðrir norrænir sviðslistahópar kynna sig og verk sín á messunni. Norðurlöndin verða með sameiginlegan kynningarskála, ýmsa kynningarfundi og standa fyrir samkvæmi í samstarfi við norrænu sendiráðin í Kanada. Með þessu sameiginlega kynningarverkefni er ætlunin að draga meiri athygli að verkum norræns sviðslistafólks en ella, ef löndin væru ein og sér að kynna sitt listafólk. Sambærileg kynning var í New York í upphafi ársins og var árangur verulegur. Norrænt listafólk vakti þar athygli og ýmis sýningatækifæri opnuðust í kjölfarið.

Nánari upplýsingar á Cinars 2012

logoflyer1 logoflyer2

Fleiri fréttir