Cinars sviðslistamessan í Montréal

11.-18. nóvember 2012

19. okt 2012

icone_appli

Leiklistasamband Ísland tekur þátt í Cinars sviðslistamessunni í Montreal í Kanada dagana 11.-18. nóvember 2012 í samvinnu við samstarfsaðila í hinum fjórum Norðurlöndunum. Leikhúsið Usine C í Montreal hefur verið tekið á leigu í 3 daga til að sýna verk 8 norræna listhópa í tengslum við messuna auk þess sem við verðum með sameiginlegan kynningarbás í aðalrými messunnar og stöndum fyrir kynningarfundum og móttöku í samvinnu við norræn sendiráð. Sami hópur stóð að sambærrilegri kynningu á 12 norrænum verkum í New York í janúar 2012.

Cinars messan er ein af stærstu sviðslistamessum heims og sækja hana 1.500 kaupendur sviðslistasýninga. Víðtæk kynning er á öllum listrænum sýningum sem efnt er til á heimasíðu Cinars, www.cinars.org, og er norrænum verkum gert hátt undir höfði.

Íslensku hóparnir voru valdir af valnefnd LSÍ, úr hópi fjölda verka. Leikhúsið Tíu fingur fer með Grímuverðlaunabarnaverkið Litla skrímslið systir mín og danstvíeykið Steinunn&Brian með verkið Steinunn&Brian do ART: How to be original en þau hafa sýnt verk sín víða um Evrópu á undanförnum árum og hlotið margvíslegar viðurkenningar.

Nánari upplýsingar má finna á Cinars Sviðslistamessan

eða á

Cinars

Steinunn&Brian DOART: How to be original

Tíu fingur: Litla skrímslið systir mín

Fleiri fréttir