TRÍÓ - Námskeiðsröð Dansverkstæðisins

22. jan 2014

caroline1

TRÍÓ - námskeiðsröð Dansverkstæðisins fer aftur af stað í febrúar 2014 og boðið verður upp á þrjú spennandi námskeið en þema þeirra er hið skapandi ferli. Nokkrir evrópskir listamenn hafa verið fengnir til að koma til landsins að leiða hvert námskeið.

Írski leikstjórinn Caroline McSweeney mun leiða fyrsta námskeiðið sem haldið verður 31. janúar-3. febrúar en þar mun áherslan vera lögð á viewpoints og physical theatre. Caroline hefur unnið mikið með devised theatre og önnur form skapandi leikhúss.

Námskeiðið hentar öllum sviðslistamönnum og þá sérstaklega þeim sem að hafa áhuga á fjölbreyttum vinnuaðferðum í leikhúsi.

Tímatafla:

föstudaginn 31. janúar 17-20 laugardaginn 1. febrúar 10-16 sunnudaginn 2. febrúar 10-16 mánudaginn 3. febrúar 10-16

Verð:

Fyrir félagsmenn Dansverkstæðisins og nemendur LHÍ: 15.000 kr Fyrir aðra: 20.000 kr

Nánari upplýsingar má nálgast hér og í síma 6118244

Fleiri fréttir