Tíu/Tíu - Pitch Session

29. maí 2015

performingartsiceland_fill

Langar þig að sigra heiminn? Langar þig til að kynna þig, þinn hóp, þín verkefni fyrir erlendum hátíðarhöldurum? Hefurðu það sem til þarf?

Lókal, Reykjavík Dance Festival og Sviðslistasamband Íslands bjóða sviðslistafólki og hópum að sækja um þátttöku í Pitch Session sem verður haldin í tengslum við hátíðir þeirra í lok ágúst.

Valnefnd fer yfir allar umsóknir og verða 10 þátttakendur valdir. Þátttakendur fá10 mínútur til að kynna sig og sín verk fyrir erlendum hátíðarhöldurum og framleiðendum.

Umsóknarfrestur rennur út 15. Júní.

Sendu inn umsókn á marta@stage.is og segðu okkur hvað þú vilt kynna.

Fleiri fréttir