Foreign Mountain - Organ Orchestra

Dansverkstæðið 26. febrúar kl 20

24. feb 2013

ForeignMountain

KYNNING Á RANNSÓKNUM OG VINNU FOREIGN MOUNTAIN A LA WILDERNESS DANCE

Danshópurinn Foreign Mountain hefur dvalið á Egilsstöðum síðustu þrjár vikur við rannsóknir á vegum Wilderness dance verkefnisins. Vinnuheiti verks þeirra er Líffærahljómsveitin og gaf hópurinn úr tímarit og efndi til sýningar um helgina í Sláturhúsinu á Fljótsdalshéraði sem er samstarfaðili Wilderness. Innblásturinn að baki tímaritsins og sýningarinnar er kominn frá íbúum héraðsins.

Nú er Foreign Mountain hópurinn kominn til Reykjavíkur og vill deila reynslunni að austan.

Á þriðjudagkvöldið 26. febrúar kl 20 mun hópurinn kynna vinnu sína á Dansverkstæðinu við Skúlagötu og bjóða upp á diskótónlist, drykki og svör við öllum ykkar villtustu spurningum. Ef til vill mun hópurinn einnig sýna brot úr senum sem ekki komust á svið á héraði.

Verið hjartanlega velkomin. Skiljið budduna eftir heima, allt frítt.

Meðlimir Foreign Mountain eru þær Lotta Suomi, Austeja Vilkaityte, Lea Vendelbo Petersen og Ásrún Magnúsdóttir.

Líffærahljómsveitin horfir til framtíðar
Líffærahljómsveitin sér framtíðina
Líffærahljómsveitin hefur hugmynd um fortíðina
Líffærahljómsveitin reynir að vera hér
Líffærahljómsveitin er hér
Líffærahljómsveitin tekur áhættuna
Líffærahljómsveitin reynir að ákveða hvað það er að vera hér
Líffærahljómsveitin reynir að líta vel út
Líffærahljómsveitin reynir að finna fyrir réttum hreyfingum
Líffærahljómsveitin reynir að láta sér líða vel
Líffærahljómsveitin prófa þekkt munstur
Líffærahljómsveitin skrifar handrit
Líffærahljómsveitin býður upp á tímarit
Líffærahljómsveitin notar evrópska peninga
Líffærahljómsveitin tekur flugvélar
Líffærahljómsveitin les fræði
Líffærahljómsveitin horfir á framhaldsþætti
Líffærahljómsveitin vill ekki trúa á suma hluti

Fleiri fréttir