Gríman - Íslensku sviðslistaverðlaunin veitt í Borgarleikhúsinu 16. júní 2014

16. jún 2014

gríman

Gríman – íslensku sviðslistaverðlaunin voru veitt í 12. skiptið við hátíðlega athöfn frá Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld en sýnt var beint frá hátíðinni á RÚV. Kynnar kvöldsins voru Bergur Ebbi og Dóri DNA. Kristbjörg Kjeld hlaut Heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista á Íslandi. Óperan Ragnheiður var valin sýning ársins, Stóru börnin leikrit ársins auk fjölda annarra verðlauna sem skiptast þannig:

Sýning ársins 2014
Ragnheiður
eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson
í sviðsetningu Íslensku óperunnar

Leikrit ársins 2014
Stóru börnin
eftir Lilju Sigurðardóttur
í sviðsetningu Lab Loka

Leikstjóri ársins 2014
Egill Heiðar Anton Pálsson
fyrir Gullna hliðið
í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar

Leikari ársins 2014 í aðalhlutverki
Hilmir Snær Guðnason
fyrir Eldraunina
í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Leikkona ársins 2014 í aðalhlutverki
Margrét Vilhjálmsdóttir
fyrir Eldraunina
í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Leikari ársins 2014 í aukahlutverki
Bergur Þór Ingólfsson
fyrir Furðulegt háttalag hunds um nótt
í sviðsetningu Borgarleikhússins

Leikkona ársins 2014 í aukahlutverki
Nanna Kristín Magnúsdóttir
fyrir Óskasteina
í sviðsetningu Borgarleikhússins

Barnasýning ársins 2014     Hamlet litli    eftir Berg Þór Ingólfsson    í sviðsetningu Borgarleikhússins
      

Leikmynd ársins 2014
Egill Ingibergsson
fyrir Gullna hliðið
í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar

Búningar ársins 2014
Helga Mjöll Oddsdóttir
fyrir Gullna hliðið
í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar

Lýsing ársins 2014 Björn Bergsteinn Guðmundsson og Petr Hloušek fyrir Furðulegt háttalag hunds um nótt í sviðsetningu Borgarleikhússins

Tónlist ársins 2014
Gunnar Þórðarson
fyrir Ragnheiði
í sviðsetningu Íslensku óperunnar

Hljóðmynd ársins 2014
Vala Gestsdóttir og Kristinn Gauti Einarsson
fyrir Litla prinsinn
í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Söngvari ársins 2014
Elmar Gilbertsson
fyrir Ragnheiði
í sviðsetningu Íslensku óperunnar

Dansari ársins 2014
Brian Gerke
fyrir F A R A N G U R
í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

Danshöfundur ársins 2014
Valgerður Rúnarsdóttir
fyrir F A R A N G U R
í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

Útvarpsverk ársins 2014
Söngur hrafnanna
eftir Árna Kristjánsson
Leikstjórn Viðar Eggertsson
Framleiðandi Útvarpsleikhúsið á RÚV

Sproti ársins 2014
Tyrfingur Tyrfingsson – leikskáld
fyrir Bláskjá
í sviðsetningu Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

Fleiri fréttir