Gríman haldin 13. júní 2016

01. jún 2016

grimanlogo2-2011

Grímuhátíðin verður haldin hátíðleg í Þjóðleikhúsinu þann 13. júní og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Þetta er sannkölluð uppskeruhátíð sviðslista. Stund til að gleðjast saman og vekja athygli á þvi sem vel hefur verið gert á leikárinu.

Að þessu sinni eru tilnefningarnar til Grímunnar alls 93 í 19 flokkum en nýr flokkur hefur bæst við frá því í fyrra. Það er flokkurinn Dans - og sviðshreyfingar ársins. Í flestum flokkum eru tilnefningarnar 5 talsins en þrjár tilnefningar eru í flokkunum Barnasýning ársins og Útvarpsverk ársins. 6 tilnefningar eru í flokkunum Söngvari ársins og Sproti ársins. Sjá má nánari útlistun á tilnefningunum hér

Miða á Grímuna má nálgast í miðasölu Þjóðleikhússins á netfanginu midasala@leikhusid.is eða í síma 551-1200

Gríman er haldin í samstarfi við:

ruv-logo

EFLA verkfraedistofa RGB

site-logo

Fleiri fréttir