Handhafar Grímuverðlaunanna 2011

20. jún 2011

Handhafar Grímuverðlaunanna 2011 Gríman, uppskeruhátíð íslenskra sviðslista, var haldin við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu 16. júní síðastliðinn og í beinni útsendingu á Stöð 2.

Verðlaunin voru nú veitt í níunda sinn, í sextán flokkum sviðslista, auk þess sem heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands voru veitt Oddi Björnssyni, einu fremsta leikskáldi þjóðarinnar um árabil. 

Sýning ársins 2011 var valin leiksýningin Lér konungur eftir William Shakespeare í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

Verðlaunahafar Grímunnar árið 2011

SÝNING ÁRSINS
Lér konungur eftir William Shakespeare í sviðssetningu Þjóðleikhússins
Leikstjóri: Benedict Andrews

LEIKSKÁLD ÁRSINS
Auður Jónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson fyrir leikverkið Fólkið í kjallaranum
Sviðsetning: Leikfélag Reykjavíkur og Borgarleikhúsið

LEIKSTJÓRN ÁRSINS
Benedick Andrews fyrir leiksjórn í leiksýningunni Lé konungi
Sviðssetning: Þjóðleikhúsið

LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Arnar Jónsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Lé konungi Sviðssetning: Þjóðleikhúsið

LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Elsku barni Sviðssetning: Leikfélag Reykjavíkur og Borgarleikhúsið

LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Atli Rafn Sigurðarsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Lé konungi
Sviðssetning: Þjóðleikhúsið

LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Margrét Vilhjálmsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Lé konungi Sviðssetning: Þjóðleikhúsið

LEIKMYND ÁRSINS
Halla Gunnarsdóttir fyrir leikmynd í leiksýningunni Strýhærða Pétri
Sviðssetning: Leikfélag Reykjavíkur og Borgarleikhúsið

BÚNINGAR ÁRSINS
Filippía Elísdóttir fyrir búninga í leiksýningunni Ofviðrinu
Sviðssetning: Leikfélag Reykjavíkur og Borgarleikhúsið

LÝSING ÁRSINS
Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Ofviðrinu
Sviðssetning: Leikfélag Reykjavíkur og Borgarleikhúsið

TÓNLIST/HLJÓÐMYND ÁRSINS
Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir fyrir tónlist í leiksýningunni Lé konungi
Sviðssetning: Þjóðleikhúsið

SÖNGVARI ÁRSINS
Ólafur Kjartan Sigurðsson fyrir hlutverk sitt í óperunni Rigoletto
Sviðssetning: Íslenska óperan

DANSARI ÁRSINS
Gunnlaugur Egilsson fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Bræðrum
Sviðssetning: Pars Pro Toto í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið

DANSHÖFUNDUR ÁRSINS
Valgerður Rúnarsdóttir og hópurinn fyrir kóreografíu í danssýningunni Eyjaskeggi
Sviðssetning: Reykjavík Dance Festival

BARNASÝNING ÁRSINS
Brúðuleiksýningin Gilitrutt eftir Bernd Ogrodnik í samvinnu við Benedikt Erlingsson
Leikstjórn: Benedikt Erlingsson
Sviðssetning: Brúðuheimar

ÚTVARPSVERK ÁRSINS
Útvarpsleikritið Djúpið eftir Jón Atla Jónasson
Leikstjórn: Jón Atli Jónasson

HEIÐURSVERÐLAUN LEIKLISTARSAMBANDS ÍSLANDS
Leikskáldið Oddur Björnsson fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu leiklistar

ÁHORFENDAVERÐLAUNIN
Leiksýningin Nei ráðherra!
Sviðssetning: Leikfélag Reykjavíkur og Borgarleikhúsið
Sýningin hlaut flest atkvæði í símakosningu um sýningu ársins að mati áhorfenda

Fleiri fréttir