ICE HOT í Osló 2014

16. sep 2014

Icehot2014

ICE HOT danshátíðin verður haldinn dagana 9-14 desember í Osló. ICE HOT er stærsti vettvangur norrænnar nútímadanslistar og hefur á stuttum tíma markað sér stöðu sem mikilvæg samkoma hátíðahaldara, framleiðanda, umboðsmanna og listamanna hvaðanæva úr heiminum. Að þessu sinni hefur alþjóðleg dómnefnd á vegum Ice Hot valið 40 danshópa og danshöfundara til þátttöku, 26 verk eru sýnd á sviði en auk þeirra verða 14 dansverk og danshöfundar kynnt í sérstakri dagskrá er kallast More, more, more. Á ICE HOT gefur að líta ferska strauma í norrænum nútímadansi en allar sýningar á hátíðinni eru nýjar eða nýlegar.

Fimm íslenskir danshópar og danshöfundar sýna verk sín á ICE HOT að þessu sinni:

Íslenski dansflokkurinn ásamt Helenu Jónsdóttur með verkið Episodes
Margrét Sara Guðjónsdóttir með verkið Step right to it og Bára Sigfúsdóttir með verkið On the other side of a sand dune

Auk þeirra taka Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Margrét Bjarnadóttir þátt í More, more, more.

Aðrir hópar:

Svíþjóð: Göteborgsoperans Danskompani/Hiroaki Umeda, Tentacle Tribe, Quarto, K. Kvarnström & Co, Andersson Dance/Örjan Andersson, Aloun Marchal, Jefta van Dinther/Thiago Granato.
Danmörk: Tine Salling, Granhøj Dans.
Noregur: Heine Avdal and Yukiko Shinozaki, Carte Blanche/Hooman Sharifi, Zero Visibility Corp./Ina Christel Johannessen, Ingri Fiksdal, Berstad/Helgebostad/Wigdel, Ingun Bjørnsgaard Prosjekt.
Finnland:Anna Maria Häkkinen & Jarkko Partanen, Ima Iduozee, Masi Tiitta, Susanna Leinonen Company.

Um ICE HOT:

ICE HOT var fyrst haldin í Stokkhólmi 2010 og í Helsinki 2012 en þar sóttu um 300 alþjóðlegir gestir og 200 listamenn og framleiðendur viðburði hátíðarinnar. Fyrirhugað er að halda ICE HOT í Kaupmannahöfn árið 2016 og í Reykjavík árið 2018.

ICE HOT nýtur sérstaks stuðnings Norrænu ráðherranefndarinnar og er dæmi um samstarf þar sem Norðurlandaþjóðirnar 5 koma fram sem ein heild og kynna danslistina fyrir umheiminum. Aðstandendur ICE HOT eru:
Dansens Hus Oslo (NO), Dance Info Finland (FI), Dansens Hus Stockholm (SE), Dansehallerne Copenhagen (DK) og Performing Arts Iceland (IS).

Nánari upplýsingar um ICE HOT má finna hér og á http://nordicdanceplatform.com

Fleiri fréttir