ICE HOT - Norræni Dansvettvangurinn í Helsinki 12-15 desember 2012

17. okt 2012

Helsinki Dance Company You make me ICE HOT - Norræni Dansvettvangurinn fer fram í Helsinki, Finnlandi dagana 12-15 desember 2012. Á ICE HOT má líta margt af því helsta í Norrænum nútímadansi en auk þess munu mörg af þekktustu nöfnum nútímadansins koma fram ásamt upprennandi listafólki.

Meðal þekktra nafna á ICE HOT eru alþjóðlegu nútímadanshóparnir Carte Blanche frá Noregi, Helsinki Dance Company á vegum Borgarleikhússins í Helsinki og Skånes Dansteater sem er stærsta óháða danskompaní Svíþjóðar.

Allt í allt mun ICE HOT bjóða upp á 21 dansviðburð auk More, more, more viðburðarins þar sem 12 dansarar munu kynna verk sín fyrir fagfólki í áhorfendahópi. Einnig verða í boði málstofur þar sem ríkjandi straumar og stefnum í dansi verða megin umræðuefnið.

Leiklistasamband Íslands er eitt af fimm aðilum sem stendur að ICE HOT og að þessu sinni sendir LSÍ frá sér tvö verkefni til Helsinki. Margrét Sara Guðjónsdóttir frá Panic Productions mun sýna dansverk sitt Soft Target auk þess mun dansteymið Steinunn and Brian DO Art taka þátt í kynningarviðburðinum More, more, more.

ICE HOT - Nordic Dance Platform

Skånes dansteater_on invisible pause1_photo Mats Bäcker

Fleiri fréttir