Ice hot Kaupmannahöfn 2016

10. okt 2016

banner-mobile-1024x718

Norræni dansvettvangurinn Ice hot verður haldinn í Kaupmannahöfn 30. nóvember-4.desember 2016. Þar verður sýnt allt það nýjasta og framsæknasta í norrænum nútímadansi fyrir alþjóðlegum hátíðarhöldurum og kaupendum. Ráðgert er að Ice hot verði haldið í síðasta sinn í Reykjavík árið 2018.

Ice hot er samstarf fimm norðurlanda en stofnaðilar eru: Dansehallerne í Danmörku, Dansens hus í Noregi, Dance info í Finnlandi, Dansens hus í Svíþjóð og Sviðslistasamband Íslands.

Meðal þeirra íslensku listamanna sem fram koma á Ice hot í Kaupmannahöfn 2016 eru:

Íslenski dansflokkurinn með sýninguna: Black marrow

Melkorka Sigríður Magnúsdóttir með sýninguna: Milkywhale

Margrét Sara Guðjónsdóttir með sýninguna: Spotted

Bára Sigfúsdóttir með sýninguna: The lover

Ásrún Magnúsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Rósa Ómarsdóttir ofl. munu einnig kynna sýningar sínar undir liðnum More, more, more í Kaupmannhöfn.

Sjá frekari upplýsingar um sýningar hér: Ice hot 2016

Fleiri fréttir