ICEHOT í fullu fjöri í Helsinki!!!

14. des 2012

Elina Pirinen_Lover of the Pianist_photo Elina Brotherus

Norræni dansvettvangurinn Icehot er nú í fullum gangi í Helsinki og eru um 300 fagmenn í nútímadansi frá 40 löndum eru á Icehot auk 100 listamanna sem koma þar fram. Leiklistarsamband Íslands stendur að ICEHOT fyrir Íslands hönd og hefur Íslenskum verkum verið afar vel tekið í Helsinki.

Í gærkvöldi sýndi Margrét Sara Guðjónsdóttir verk sitt Soft target fyrir fullu húsi í Stoa leikhúsinu þar í borg og nú í morgun, föstudag, sýndu Steinunn og Brian atriði úr verki sínu Steinunn&Brian DO ART: How to be original sem hluta af More More More dagskránni á Icehot.

Í gær áttu samstarfaðilar að baki Icehot, þar á meðal Ása Richardsdóttir forseti LSI, fund með fulltrúum norrænna sjóða og listráða í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, til að ræða framtíðaráætlanir sínar.

Icehot er tvíæringur og verður næst haldinn í Osló 2014, í Kaupmannahöfn 2016 og í Reykjavík 2018. Auk þessa hefur verkefnið fengi sérstakan styrk frá Norrænu ráðherranefndina til að vinna að kynningu á norrænum dansi á alþjóðavettvangi og fylgja eftir árangri tvíæringanna.

Meira um ICEHOT hér

Einnig fá fylgjast nánar með viðburðum á facebook síðu ICEHOT og Performing Arts Iceland
ICEHOT
Performing Arts Iceland

Fleiri fréttir