ICEHOT Í HELSINKI Í DESEMBER 2012 – TÆKIFÆRI FYRIR DANSLISTAFÓLK

04. jan 2012

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til að taka þátt í Ice Hot norrænum dansplatformi í Helsinki að ári.Leiklistarsamband Íslands / Kynningarmiðstöð sviðslista er fulltrúi Ice Hot á Íslandi.

Umsóknarfrestur rennur út 31. janúar og er fólk hvatt til að sækja sem fyrst um því umsóknarferlið tekur tíma.

ICEHOT Í HELSINKI Í DESEMBER 2012 – TÆKIFÆRI FYRIR DANSLISTAFÓLK Ice Hot var sett á fót í desember 2010 og vakti töluverða athygli. Þeir sem sýndu verk sín hafa all flestir fengið margvísleg tækifæri í kjölfarið. Dansparið Steinunn&Brian tóku þátt fyrir Íslands hönd árið 2010.

Fyrirhugað er - ef fjármögnun tekst endanlega - að 28 verk verði á fjölunum í Helsinki í desember 2012

Allar upplýsingar og umsóknargögn eru á http://www.nordicdanceplatform.com

Fleiri fréttir