Tillaga að stofnun Kynningarmiðstöðvar íslenskra sviðlista

26. sep 2016

kmi

Þriðjudaginn 20. september var haldin fundur á Nýja sviði Borgarleikhússins um tillögu starfshóps á vegum Sviðslistasambands Íslands um stofnun kynningarmiðstöðvar íslenskra sviðslista.

Tillagan er unnin uppúr könnun sem gerð var í vor meðal sviðslistafólks um hlutverk og tilgang kynningarmiðstöðvar en eins og flestum er kunnugt hafa lengi verið uppi hugmyndir að stofna slíka miðstöð enda þörfin orðin mikil.

Í starfshópnum sátu; Ása Richardsdóttir, Vigdís Jakobsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir, Kristín Eysteinsdóttir og Ásgerður Gunnarsdóttir.

Fleiri fréttir