Leiklistarsambandið kynnir íslenskar sviðslistir í New York 6. - 10. janúar

04. jan 2012

Leiklistarsambandið kynnir íslenskar sviðslistir í New York 6. - 10. janúar Leiklistarsamband Íslands, LSI, mun standa fyrir öflugri kynningu á íslenskum sviðlistum
í New York um næstu helgi, dagana 7. – 10.janúar.

Þrjú íslensk sviðsverk verða sýnd og íslenskar sviðslistir í heild kynntar á stærsta
alþjóðlega þingi kaupenda sviðsverka, sem haldið er ár hvert þar í borg.

Verkefnið er hluti af stóru norrænu samstarfsverkefni, NORDICS ON STAGE, sem stendur allt árið 2012. Það er liður í undirbúningi fyrir stofnun Kynningarmiðstöðvar íslenskra sviðslista sem Leiklistarsambandið vinnur að.

Eftirfarandi sýna í New York:

 • 7. janúar
  Íslenski dansflokkurinn með verkið Kvart eftir norska danshöfundinn Jo Strömgren
  Sýningarstaður Gerald W. Lynch leikhúsið. Tvö norræn verk eru sýnd saman ásamt
  tveimur kanadískum verkum. Verk dansflokksins var valið úr 35 norrænum verkum.
 • 10.janúar
  Erna Ómarsdóttir / Shalala með tónleikaverkið Lazyblood
  Framandverkaflokkurinn Kviss búmm bang með verkið Safari 
  Sýningarstaður Joyce Soho leikhúsið 

Alls verða 12 norræn sviðslistaverk á fjölunum í New York þessa daga.

Nordic on stage (Norrænir á svið) gefa út veglega bækling um norrænar sviðslistir
þar sem kynntir eru sérstaklega yfir 60 norrænir leik- og danshópar. 
Kynningin í New York borg er upphafið af víðtækri sameiginlegri norrænni
sviðslistakynningu sem mun standa allt árið 2012 og fara fram í tengslum við 7 stóra
viðburði í þremur heimsálfum. 

Í New York er:

 • stærsta alþjóðlega þing kaupenda sviðslistasýninga, APAP (Association of Performing Arts Presenters).  Búist er við hátt í 2000 kaupendum sviðslistasýninga þessa daga í New York, alls staðar að úr heiminum. Nordics on Stage verða með sameiginlega norrænan kynningarbás á APAP.
 • Under the Radar hátíðin sem talin er ein framsæknasta sviðslistahátið Bandaríkjanna
 • Coil hátíðin í leikhúsinu PS 122 sem er brautryðjandi í kynningum á nýjum verkum.

Sérstök vefsíða http://www.ice-storm-showcase.com hefur verið opnuð um verkefnið
og eru sýningarnar í New York haldnar í samstarfi við Cinars í Kanada, sem er
kynningarfyrirtæki fyrir kanadískar sviðslistir.

Cinars hefur áratuga reynslu af því að standa fyrir verkefnum af þessu tagi.
 
Norræna sendiráð og ræðiskrifstofur í Bandaríkjunum koma að verkefninu
og standa fyrir móttökum. Verkefnið er styrkt af Norrænu menningargáttinni.

Fyrir Leiklistarsamband Íslands er þetta mikilvægt fyrsta verkefni
til undirbúnings þess að Kynningarmiðstöð íslenska sviðslista taki  til starfa
og bíður sambandið þess að samningar takist við stjórnvöld um stofnun miðstöðvarinnar. 

Fleiri fréttir