Listamaður til láns

2.-7. apríl 2013

22. mar 2013

Í einungis eina viku, frá 2. apríl til 7. apríl, verður mögulegt að fá lánaðann listamann í gegnum lánskerfi Borgarbókasafns Reykjavíkur. Á sama hátt og borgarbúar geta leigt út bækur, tímarit og DVD diska safnsins, verður mögulegt að leigja út danshöfundinn Ásrúnu Magnúsdóttir og myndlistarmennina Örn Alexander Ámundason og Unnar Örn til heimila á Reykjavíkursvæðinu.

Listamennirnir verða lánaðir út ásamt ákveðnum listaverkum sem þeir munu deila með lánþegunum. Við vinnslu þessara verka hafa þeir nýtt sér sína einstöku listrænu nálgun með það að markmiði að rannsaka og krafsa í staði, líkama og aðstæður hins hversdagslega lífs lántakendanna.

Verkefnið, sem ber heitið Listamaður til láns, er skipulagt af The Festival í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur og er því listrænt stjórnað af Alexander Roberts.


Kynningarmynd-Listamaðurtilla?ns-1

Listamenn til láns eru:

Örn Alexander Ámundason // Tuggur
Í verkinu Tuggum mun myndlistamaðurinn Örn Alexander skapa skúlptúra af heimilisfólki.

Ásrún Magnúsdóttir // Reykjavík Folk Dance Festival
Ásrún Magnúsdóttir dansari óskar eftir aðstoð við að semja nýjan þjóðdans og þannig gefa þjóðinni tækifæri til að hanna sitt eigið dansverk.

Unnar Örn // Staðgengill
Í verkinu Staðgengill gefur listamaðurinn Unnar Örn borgarbúum tækifæri til að deila með sér og bókasafnsfræðingnum Ingibjörgu Ösp Óttarsdóttur, þeim vandamálum og spurningum sem tengjast söfnun, flokkun og förgun á þeim hlutum sem safnast upp á hverju heimili hér á landi.

Verkin fara öll fram inn á heimilum lánþega og er enginn aðgangseyrir.

Til að leigja út listamennina og verk þeirra er hægt að staðfesta bókun í móttöku Borgarbókasafns Reykjavíkur, hringja í síma 693-3385 eða senda netpóst með bókun á thefestival@thefestival.is

Frekari upplýsingar um verkefnið, bókunartíma listamannana sem og verk þeirra má finna á http://www.thefestival.is

Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg, Borgarbókasafni Reykjavíkur, Kulturkontakt Nord og Ungu fólki í Evrópu.

Fleiri fréttir