Listamaður til láns á Akureyri

08. okt 2013

Listamaðurtilla?nsAKPoster

Í einungis eina viku, frá föstudeginum 11. október til fimmtudagsins 17. október, verður mögulegt að fá lánaðann listamann í gegnum lánskerfi Amtsbókasafns Akureyrar. Á sama hátt og bæjarbúar geta leigt út bækur, tímarit og DVD diska safnsins, verður mögulegt að leigja út danshöfundana Ásrúnu Magnúsdóttir og Palomu Madrid til heimila á Akureyri og á svæðinu í kring.

Verkefnið, sem ber heitið Listamaður til láns, er skipulagt af The Festival í samstarfi við Amtsbókasafn Akureyrar og er því listrænt stjórnað af Alexander Roberts og Ásgerði G. Gunnarsdóttur. Verkefnið fór fram í Reykjavík í apríl síðastliðnum og vakti mikla lukku.

Þau listaverk sem bæjarbúar hafa tækifæri á að leigja út eru dansverkin Reykjavík Folk Dance Festival, þar sem Ásrún Magnúsdóttir dansari og danstilraunamaður mun kenna lánþegum nýjan þjóðdans sem hún samdi sem partur af Listamaður til láns í Reykjavík. Í Reykjavík óskaði hún eftir aðstoð við að semja og hanna nýjan þjóðdans - og nú er tími kominn til að færa dansinn til Akureyrar og þróa hann enn frekar með bæjarbúum!

Ásrún var tilnefnd til Grímunnar, Íslensku leiklistarverðlaunnanna sem Sproti ársins fyrir verkefnið.
Hér má sjá umfjöllun um verkefnið í Reykjavík: http://vimeo.com/64103349 (heimildarmynd eftir Vaidu Braziunaite)

DFA!
Sænski danshöfundurinn Paloma Madrid býður síðan bæjarbúum upp á verkið Dance For Apartment. Verkið er dansverk inn á heimilum bæjarbúa, sem fer fram í eldhúsinu, ganginum eða í stofunni. Langar þig að upplifa danssýningu á þínu eigin heimili? Nú er tækifærið til að fá eina slíka lánaða frá Amtsbókasafninu! Paloma vinnur með Önnu Richardsdóttur við gerð verksins.

Verkin fara öll fram inn á heimilum lánþega og er enginn aðgangseyrir.

Mögulegt verður að bóka leigu á listamönnunum frá og með mánudeginum 7. október. Til að leigja út listamennina og verk þeirra er hægt að staðfesta bókun í móttöku Amtsbókasafns Akureyrar, hringja í síma 693-3385 eða senda netpóst með bókun á thefestival@thefestival.is

Frekari upplýsingar um verkefnið, sem og verk Ásrúnar og Palomu má finna á www.thefestival.is

Hér má finna viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/605687999469954/

Listamaður til láns á Akureyri er styrkt af Leikfélagi Akureyrar, Amtsbókasafni Akureyrar, Kulturkontakt Nord og Ungu fólki í Evrópu.

Fleiri fréttir