LÓKAL - International Theatre Festival

25. ágú 2014

Gudda á hlaupum

NÁLÆGÐ – Lókal 2014

Lókal – alþjóðleg leiklistarhátíð verður haldin í 7. sinn dagana 27. -31. ágúst n.k. Í þetta sinn einbeitir hátíðin sér að samskiptum innanbúðarmanna- og kvenna í íslensku samfélagi; afmörkuðum áhyggjum þeirra af ástinni, fjölskyldu, innilokunarkennd, túrisma og leigumarkaði. Sjónum okkar verður beint að því sem gengur á í okkar ástkæra, agnarsmáa ríki og reynt að draga upp lifandi mynd af þessu samfélagi sem við fáum framan í okkur á hverjum degi, eins og blauta tusku. Lókal leitast nú sem ávallt við að draga fram í dagsljósið nýja strauma og stefnur í íslenskum sviðslistum. Að þessu sinni munu áhorfendur okkar:
- Verða vitni að einstakri og ögrandi danslist Margrétar Söru
- Kynnast ömmunni sem arfleiddi fjölskyldu sína að nokkrum tonnum af grjóti
- Fylgjast með sjeikspírskum sálfræðihernaði þriggja samleigjenda Vesturbænum
- Fá aðgang að furðulegum heimi Bláskjás í Kópavogi
- Taka þátt í líknandi dagskrá Kviss Búmm Bang í Borgarleikhúsinu
- Ganga – ásamt barni að eigin vali – um borg leyndardóma og töfra
- Una sér við óvæntar uppákomur

Sýningar á LÓKAL 2014: Blind Spotting eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur
Petra eftir Pétur Ármannsson og Brogan Davison
Gudda, an epic tale eftir Völu Höskulsdóttur
Flækjur eftir Kviss búmm bang
Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson
Ég ♥ Reykjavík eftir Aude Busson - http://vimeo.com/103817678
Haraldurinn í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur

LÓKAL og Reykjavík Dance Festival verða með sameiginlega miðasölu í Tjarnarbíói 25.-31. ágúst kl. 13:00-18:00. Fram að því er hægt að panta miða á netfanginu tickets@lokal.is eða í síma 782 7242 LÓKAL alþjóðleg leiklistarhátíð er haldin með styrk frá Reykjavíkurborg og Menningar- og menntamálaráðuneytinu. Samstarfsaðilar: Íslandsstofa, Listaháskóli Íslands, Borgarleikhúsið, Tjarnarbíó, Síminn, Norræna húsið, Aalto Bistro og Bergsson mathús.

Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Skúladóttir, framkvæmdarstjóri og annar listrænna stjórnenda LÓKAL á ragnheidur@lokal.is og í síma 895 6871

Fleiri fréttir