Norrænir sviðslistadagar í Færeyjum 2016

26. sep 2016

segulsvið

Norrænir sviðlistadagar voru haldnir í Færeyjum dagana 24.-28. maí sl. þar sem áhersla var lögð á þátttökuleikhús og gagnvirkni (e. audience participation and interactivity). Á hátíðinni voru norrænar gestasýningar, vinnustofur, leiklestrar (New Nordic Drama) og fyrirlestrar.

Leikhópurinn 16 elskendur sýndi verk sitt IKEAferðir og leikritið Segulsvið eftir Sigurð Pálsson sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 2015 var valið til þátttöku á leiklestrarhátíðina New Nordic Drama.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Nordic Performing Arts Days

Fleiri fréttir