Norræna leikskáldalestin í Færeyjum 27.-28. mars 2015

07. apr 2015

Sek

Nú er Norræna leikskáldalestin á fljúgandi ferð, en hún lagði af stað frá Kaupmannahöfn á Norrænum sviðslistadögum í júní 2014. Fyrsta stopp var Sjónleikarahúsið í Færeyjum þann 27. mars síðastliðinn við góðar undirtektir viðstaddra. Norræna leikskáldalestin er haldin annað hvert ár og er að megninu til samstarf fulltrúa ITI á Norðurlöndunum. Hvert land sendir eitt frumsamið verk í lestina samkvæmt umsögn dómnefndar þar í landi og eru verkin svo þýdd og leiklesin í öllum Norðurlöndunum. Þetta er í annað sinn sem Leikskáldalestin leggur í sína ferð en hún var fyrst ræst árið 2012 á Norrænum sviðslistadögum í Reykjavík og er arftaki Norrænu leikskáldaverðlaunanna.
Farþegi Íslands í lestinni að þessu sinni er leikritið Sek eftir Hrafnhildi Hagalín sem frumsýnt var hjá Leikfélagi Akureyrar árið 2013.
Næstu stopp Leikskáldalestarinnar eru í lok sumars á Íslandi og í Noregi.

Fleiri fréttir