Norræna Leikskáldalestin í Kaupmannahöfn

22.-24. febrúar 2013

13. feb 2013

NordicDramaTrainLabel

Norræna Leikskáldalestin heldur áfram ferð sinni frá því sem áður var horfið og stoppar að þessu sinni í Husets Teater Kaupmannahöfn dagana 22. til 24. febrúar nk. í samvinnu við The Nordic ITI.

Norræna Leikskáldalestin, sem er nýjung á vegum Norræna leiklistarsambandsins, aðildarfélaga þess og kynningarmiðstöðva sviðslista á Norðurlöndum, hóf ferð sína á Norrænum Sviðslistadögum á Íslandi í ágúst sl. Þar voru fimm leikverk valin til þáttöku í Norrænu Leiksskáldalestinni þetta leikárið en leikskáladalestin kemur í stað Norrænu leikskáldaverðlaunanna sem hafa til þessa verið veitt einu norrænu leikskáldi á tveggja ára fresti. Husets Teater býður nú áhugafólki um norrænar sviðslistir upp á einstakt tækifæri til að kynna sér leikskáldin betur og hlíða á upplestur leikverkanna fimm. Upplestrarnir verða í höndum einvala liðs danskra og sænskra leikara og leikstjóra.

Leikverkin sem lesin verða eru:

    NO ONE MEETS SOMEONE eftir Peter Asmussen (GB) 
    I DISAPPEAR eftir Arne Lygre (NO)
    MIRA PASSING THROUGH eftir Martina Montelius (SE) 
    CHICKENS eftir Braga Ólafsson (IS)
    MEGAN'S STORY eftir Tuomas Timonen (FIN)

Dagskrá og nánari upplýsingar má finna á síðu Husets Teater

Allir viðburðir og upplestar eru ókeypis og opnir almenningi en hægt er að skrá sig með því að senda póst á netfangið anette@husetsteater.dk

Fleiri fréttir