Norrænn fundur í Reykjavík

26. sep 2016

unspecified

Dagana 1. og 2. júní var haldinn fundur hjá norrænum stéttar – og fagfélögum sviðslista. Norræna leikararáðið fundar að jafnaði tvisvar sinnum á ári og var komið að FÍL að halda fundinn. Til umræðu var staða varðandi kvikmynda – og sjónvarpssamninga á norðurlöndum, rætt var um mismunandi lagasetningar vegna höfunda og flytjendaréttar, döbb, staða félaganna í samfélaginu og virkni félagsmanna í starfinu.

Að þessu tilefni hélt FÍL málþing þann 2. júní í samstarfi við Sviðslistasamband Íslands og Þjóðleikhúsið þar sem staða sviðslista var rædd á breiðum grunni. Fundarstjóri var Vigdís Jakobsdóttir.

Fleiri fréttir