Panorama Festival í Rio de Janeiro

Forseti LSÍ gestur hátíðarinnar

07. nóv 2012

Rio-De-Janeiro-Brazil

Ása Richardsdóttir forseti LSÍ sótti Rio de Janeiro í Brasilíu heim í síðustu viku og var gestur hátíðanna Panorama Festival og Rio de Janiero dance platform. Mikið var um að vera dagana sem hátíðirnar stóðu og í samtali við Ásu sagði hún að eitt af því áhugaverðasta þessa daga var heimsókn í listamiðstöð sem danshöfundurinn Lia Rodrigues hefur komið á fót í einu stærsta fátækrahverfinu í Río. Þar vinnur hún með samfélaginu, býður upp á ókeypis danstíma fyrir 5 - 90 ára og sýnir sín verk aðeins á þessum eina stað í Ríó. En það þýðir að allir, hvort sem þeir eru hátt eða lágt settir í samfélaginu, þurfa að koma í hverfið til að sjá verkin hennar. Lia er einn þekktasti höfundur Brasílíu og hefur unnið jöfnum höndum hér og í Evrópu. Verk hennar eru sýnd víða um heim á hverju ári.

Ýmislegt fleira var á boðstólum á hátíðunum þessa daga í Ríó en á þessum síðum má finna allt af því helsta:

http://panoramafestival.com/2012/en/
http://plataformario.wordpress.com/

Upplýsingar og myndbönd af Liu Rodrigues:

http://www.liarodrigues.com/eng/page13/page13.html
http://datto.jp/artist-lia-rodrigues-en

Fleiri fréttir