Sjálfstæðir leikhópar með 19 tilnefningar til Grímunnar

03. jún 2013

Sproti ársins 2013Sproti ársins 2013

Sjálfstæðir leikhópar hlutu alls 19 tilnefningar til Grímunnar þetta leikárið. Tilnefningarnar skiptast svona:

  • Kristján Ingimarsson og Neander í samstarfi við Borgarleikhúsið hlutu alls 6 tilnefningar til Grímunnar þ.á.m. fyrir Sýningu ársins og Sprota ársins.

  • Tyrfingur Tyrfingsson og Grande hlutu 2 tilnefningar, annarsvegar hlaut verkið Grande tilnefningu sem Leikrit ársins og Tyrfingur sjálfur er hins vegar tilnefndur sem Sproti ársins fyrir bæði Grande og Skúrinn á sléttunni (Núna!).

  • Gulldrengurinn í samstarfi við Borgarleikhúsið hlaut 2 tilnefningar þ.e. Benedikt Erlingsson sem leikari ársins í aðalhlutverki og Halldóra Geirharðsdóttir sem leikkona ársins í aukahlutverki.

  • Skýjasmiðjan og Gaflaraleikhúsið hlutu 2 tilnefningar fyrir leiksýninguna Hjartaspaðar, annarsvegar sem Sproti ársins og hins vegar er Aldís Davíðsdóttir tilnefnd fyrir búninga.

  • VaVaVoom í samstarfi við Þjóðleikhúsið hlaut 2 tilnefningar fyrir sýninguna Nýjustu Fréttir í flokkunum Tónlist ársins og Sproti ársins.

  • Vesturport í samstarfi við Malmö Stadsteater, Theater Far302 og Borgarleikhúsið hlaut 2 tilnefningar, þ.e. Börkur Jónsson fyrir Leikmynd ársins í verkinu Bastarðar og Carina Persson og Þórður Orri Pétursson fyrir lýsingu í sama verki.

  • Brúðuheimar í samstarfi við Þjóðleikhúsið hlaut 1 tilnefningu í flokknum Hljóðmynd ársins fyrir Gamla manninn og hafið.

  • Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir hlutu tilnefningu sem Danshöfundar ársins fyrir dansverkið Coming up í sviðsetningu Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar.

  • Ásrún Magnúsdóttir hlaut tilnefningu sem Sproti ársins fyrir Reykjavik Folk Dance Festival í sviðsetningu The Festival.

Aðstandendur Hjartaspaða með tilnefningar sínar Aðstandendur Hjartaspaða með tilnefningar sínar

Fleiri fréttir