Skráning hafin fyrir ICE HOT 2014 í Osló

14. nóv 2013

Icehot2014
ICE HOT 2014 fer fram í Osló dagana 10.-14. desember og er sameiginlegur norrænn dansvettvangur þar sem mörg af helstu verkefnum í nútímadansi í dag verða kynnt.

Leiklistarsambands Íslands, LSÍ, stendur að ICE HOT fyrir Íslands hönd og eru samstarfsaðilar LSÍ, Danshallerne í Danmörku, Dansens Hus Noregi, Dansens Hus Svíþjóð og Dans Info Finland. ICEHOT var fyrst haldið í Svíþjóð 2010, síðan í Helsinki 2012 og svo í Osló 2014 en markmiðið er að halda ICE HOT annað hvert ár og mun leiðin liggja til Íslands árið 2018.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um þátttöku í Osló á næsta ári og skulu umsóknir berast fyrir 15. janúar 2014. Umsóknareyðublaðið má nálgast hér

Fylgist með fréttum af ICE HOT hér

Fleiri fréttir