The Festival kynnir -Make Space Initiative-

28. febrúar til 2. mars

26. feb 2013

The Festival kynnir: -Make Space Initiative-

Og þér er boðið!

Fimmtudaginn 28.febrúar til laugardagsins 2. mars munu erlendir og innlendir listamenn deila með borgarbúum verkum sínum, sem unnið hefur verið að í Reykjavík í listamannadvöl síðastliðnar tvær vikur undir hatti Make Space Initiative.

Festival

Listamennirnir sem dvalið hafa hér á landi eru þær Satu Herrala (Fi), Mari Keski- Korsu (FI), Juli Reinartz (SE/DE) og Eva Ísleifsdóttir (ÍS). Verkefnið samstarfsverkefni The Festival (IS) og ANTI Festival (FI).

Þær hafa unnið með borgarbúum að verkefnum sínum síðastliðnar tvær vikur. Sem dæmi um viðburði má nefna fyrirlestarröð í saltvatnspottinum í Laugardalslaug, flugdrekum verður flogið með það að markmiði að kæla jörðina, dans-og tónleikaverk unnið út frá Afrófútúrisma, auk þess sem "kveikt" verður í einu húsi í miðbænum. Í september munu þær síðan halda til Kuopio í Finnlandi og sýna lokaafrakstur vinnu sínnar á ANTI festival.

Frítt er á alla viðburði, fyrir utan að nauðsynlegt er að aðgang að Laugardalslauginni líkt og aðrir sundiðkendur.

Nánari upplýsingar um verkin og listamennina má einnig finna á http://www.thefestival.is

Verkefnið er partur af The Nordic Residency Project, styrkt af Kulturkontakt Nord, Nordisk Kulturfonden og Ungu fólki í Evrópu.

Dagskrá:

Atburður: Albedo Dreams
Listamaður: Mari Keski-Korsu
Hvar: víðs vegar um miðborgina
Hvenær: Fimmtudag, föstudag og laugardag
Á fimmtudag, föstudag og laugardag geta bæjarbúar búist við að sjá hvítum flugdrekum flogið um borgina, steina og bíla hulda með hvítum klæðum og aðra gjörninga sem hafa allir það markmiði að kæla jörðina með endurkasti ljóss.

Atburður: Sauna Lectures Reykjavik - Bað í pólitískum skáldskap: Fyrirlestrarröð í saltvatnspottinum í Laugardalslaug.
Listrænn stjórnandi: Satu Herrala
Hvar: Laugardalslaug
Hvenær: Fimmtudagur 19:30 - 20:30, föstudagur 19:30 - 20:30 og laugardagur 12:00 - 13:00
Nánari lýsing: Listrænn stjórnandi Sauna Lectures, Satu Herrala, kemur upphaflega frá Finnlandi og fæddist Sauna Lectures út frá þeirri finnsku hefð að ræða um pólitík með vinum og ókunnugum í hinu hefðbundna finnska gufubaði. Sauna Lectures leitast þannig við að byggja á, en á sama tíma víkka út þessa skemmtilegu hefð, með því að bjóða völdum gestum að flytja fyrirlestur, sem mun síðan leiðir yfir í opnar umræður gesta. Í íslensku útgáfunni af Sauna Lectures mun viðburðurinn fara fram í saltvatnspottinum í Laugardalslaug, rými hinna pólitísku umræðna á Íslandi. Þema fyrirlestrana er notkun skáldskaps í raunveruleikanum og mun hver fyrirlestur fyrir sig kasta einstöku og persónulegu ljósi á þau mögulegu sambönd sem skáldskapur getur skapað á milli hins raunverulega og þess sem síðan er sjáanlegt, á milli einstaklinga og hópsins. Gestafyrirlesararnir munu vera opinberaðir á viðburðinum sjálfum. Hann eða hún mun stíga fram úr hópi líkama og opna upp rými fyrir umræður þar sem pólitísk málefni út frá persónulegri nálgun er leyft fljóta upp á yfirborðið. Vinsamlegast athugið að greiða verður aðgangseyri í laugina til að njóta fyrirlestrana, alls 550 krónur.

Atburður: Afrofuturism (work in process) Listamaður: Juli Reinartz
Hvar: Dansverkstæðið, Skúlagata 28 Hvenær: Laugardagur 15:30 - 16:30
Nánari lýsing: Í verki sínu, "Afrofuturism" rannsakar danshöfundurinn Juli Reinartz félagslega og pólitíska möguleika hljóðs og þá sérstaklega tónlist Afrófútúrismans, en markmið hennar er að endurflytja tónleika frá þeirri áhugaverðu stefnu.

Atburður: Cry Havoc
Listamaður: Eva Ísleifsdóttir
Hvar: Tilkynnt síðar
Hvenær: Laugardagur 17:00 - 22:00
Nánari lýsing: Myndlistakonan Eva Ísleifsdóttir hefur undanfarna vikur beðið borgarbúa að senda sér hugmyndir að húsi sem þeir telja að eigi að brenna í Reykjavík. Nú á föstudaginn verður það hús sem varð fyrir valinu afhjúpað með eldinssetningu. 


Fleiri fréttir