Þrjár íslenskar sýningar á fjalirnar í New York í janúar

01. nóv 2011

Úr verkinu Kvart eftir Jo Stömgren - Ljósmyndari Golli Þrír íslenskir sviðslistahópar hafa verið valdir til þátttöku í norræna samstarfsverkefninu Nordics on Stage sem hefst í New York í Bandaríkjunum í byrjun janúar.

Um er að ræða sameiginlega  umfangsmikla kynningu á norrænum sviðslistum.

Íslenski dansflokkurinn sýnir verkið Kvart eftir norska danshöfundinn Jo Strömgren
Verk dansflokksins var valið úr 35 norrænum verkum.  Það verður sýnt í tvígang þann 7. janúar  í Gerald W. Lynch leikhúsinu þar í bæ.

Að auki sýnir Erna Ómarsdóttir tónleikaverkið Lazyblood og framandverkaflokkurinn Kviss búmm bang verkið Safari  í Joyce Soho leikhúsinu þann 10. janúar.  

Alls verða 12 norræn sviðslistaverk á fjölunum í New York þessa daga.

Leiklistarsamband Íslands, LSI, er í forsvari fyrir verkefnið á Íslandi og er það liður í undirbúningi fyrir stofnun Kynningarmiðstöðvar íslenska sviðslista sem LSI vinnur að.

Úr verkinu Lazyblood New York borg varð fyrir valinu þar sem sömu daga fer fram stærsta alþjóðlega þing kaupenda sviðslistasýninga, APAP (Association of Performing Arts Presenters).  Búist er við hátt í 2000 kaupendum sviðslistasýninga þessa daga í New York, alls staðar að úr heiminum.

Nordic on Stage efna til sýninganna í samstarvi við Cinars í Kanada - sem er umfangsmikið kynningarfyrirtæki fyrir kanadískar sviðslistir og stendur fyrir alþjóðlegri messu annað hvert ár Cinars hefur áratuga reynslu af því að standa fyrir verkefnum af þessu tagi.

Auk sýninganna munu Cinars og Nordics on Stage standa fyrir umfangsmikilli annarri kynningu um norrænar sviðslistir, opna sérstaka vefsíðu í tilefni viðburðarins og gefa út bækling sem dreift nú í desember til kaupenda sýninga  í Kanada og Bandaríkjunum sem og til allra þáttakanda á APAP í janúar.

Kviss búmm bang - Ljósmyndari Eyrún Björk Guðmundsdóttir Nordics on Stage verða með sameiginlega norrænan bás á APAP dagana 6. - 10. janúar, gefa út bækling um 50 norræna sviðslistaflokka sem dreift verður fyrst í New York og síðan á 6 öðrum stórum viðburðum allt árið 2012. Með bæklingnum fylgir DVD kynningardiskur
með broti úr verkum sömu flokka.  

Norræna sendiráð og ræðiskrifstofur í Bandaríkjunum munu koma að verkefninu og standa fyrir móttökum.

Fyrir Leiklistarsamband Íslands er þetta mikilvægt fyrsta verkefni til undirbúnings þess að Kynningarmiðstöð íslenska sviðslista taki  til starfa og bíður sambandið þess að samningar takist við stjórnvöld um stofnun miðstöðvarinnar.    

Nordics on Stage er stýrt af Loco World í Svíþjóð og norrænir samstarfsaðilar eru:

  • Dans og Teatercentrum, Noregi
  • Danish Arts Agency, Danmörku
  • Dans Info, Finnlandi
  • Leiklistarsamband Íslands  

Fleiri fréttir