Tilnefningar til Grímunnar 2011

07. jún 2011

Tilnefningar til Grímuverðlaunanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu 6. júní síðastliðinn. Alls komu 80 verkefni til álita í ár, sem voru skoðuð af fagnefndum Grímunnar.

Einnig verða áhorfendaverðlaun veitt þeirri sýningu sem áhorfendum hefur þótt skara framúr á leikárinu og fór netkosning fram á visir.is. Þær sýningar sem urðu efstar í kosningunni voru; Eldfærin í sviðssetningu Baunagrassins og Borgarleikhússins, Húsmóðirin í sviðssetningu Vesturports og Borgarleikhússins, Nei ráðherra! í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins, Rocky Horror í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar og Strýhærði Pétur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins.

Símakosning um áhorfendaverðlaunin 2011 hefst nokkrum dögum fyrir Grímuhátíðina og eru leikhúsunnendur hvattir til að hringja inn og velja sína uppáhalds sýningu. Gríman verður haldin við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 16. júní næstkomandi í beinni útsendingu á Stöð tvö og hefst hún stundvíslega klukkan 19:30.

Umfjöllun um tilnefningarnar í fréttum Ríkissjónvarpsins 6.júní síðastliðinn; http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547366/2011/06/06/13/

Tilnefningar til Grímunnar árið 2011 eru eftirfarandi;

SÝNING ÁRSINS 2011

Allir synir mínir
Höfundur: Arthur Miller
Þýðing: Hrafnhildur Hagalín
Leikstjórn: Stefán Baldursson
Þjóðleikhúsið

Elsku barn
Höfundur: Tracy Letts
Þýðing: Hafliði Arngrímsson
Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson
Leikfélag Reykjavíkur, Borgarleikhúsið

Fjalla-Eyvindur
Höfundur: Jóhann Sigurjónsson
Leikstjórn: Marta Nordal
Aldrei óstelandi
Norðurpóllinn

Fólkið í kjallaranum
Höfundar: Auður Jónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson
Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir
Leikfélag Reykjavíkur
Borgarleikhúsið

Lér konungur
Höfundur: William Shakespeare
Þýðing: Þórarinn Eldjárn
Leikstjórn: Benedict Andrews
Þjóðleikhúsið

ÚTVARPSVERK ÁRSINS 2011
Djúpið
Höfundur: Jón Atli Jónasson
Leikari: Ingvar E. Sigurðsson
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson
Leikstjórn: Jón Atli Jónasson

Gamalt fólk fer ekki út á kvöldin
Höfundur: Þorsteinn Marelsson
Leikendur: Gunnar Eyjólfsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Þröstur Leó Gunnarsson
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson
Leikstjórn: Hallmar Sigurðsson

Í speglinum sefur kónguló
Höfundur: Kristín Ómarsdóttir
Leikendur: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurður Skúlason og Ævar Þór Benediktsson
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson
Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir

BARNASÝNING ÁRSINS 2011
Ballið á Bessastöðum
Höfundur: Gerður Kristný
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Sviðssetning: Þjóðleikhúsið

Gilitrutt
Höfundur: Bernd Ogrodnik í samvinnu við Benedikt Erlingsson
Leikstjórn: Benedikt Erlingsson
Sviðssetning: Brúðuheimar

Gói og eldfærin
Höfundur: Guðjón Davíð Karlsson
Byggt á sögu H.C. Andersen
Leikstjórn: Guðjón Davíð Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson
Sviðssetning: Baunagrasið í samstarfi við Borgarleikhúsið

Herra Pottur og ungfrú Lok
Höfundar: Bohuslav Martinu og Cristhophe Garda
Þýðing: Hlöðver Ellertsson
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Sviðssetning: Óperartic í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið

Hvað býr í pípuhattinum?
Höfundar: Hannes Óli Ágústsson, Ragnheiður Bjarnarson, Sunna Schram og Ævar Þór Benediktsson
Leikstjórn: Ragnheiður Bjarnarson
Sviðssetning: Krílið

DANSHÖFUNDUR ÁRSINS 2011

Damien Jalet, Erna Ómarsdóttir og Gabríela Friðriksdóttir
fyrir kóreografíu í danssýningunni Transaquania - Into Thin Air í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

Erna Ómarsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Við sáum skrímsli í sviðssetningu Shalala í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið í Reykjavík

Lára Stefánsdóttir í samstarfi við hópinn
fyrir kóreografíu í danssýningunni Bræðrum í sviðssetningu Pars Pro Toto í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið

Margrét Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir og hópurinn
fyrir kóreógrafíu í leiksýningunni Verði þér að góðu í sviðsetningu leikhópsins Ég og vinir mínir í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Sigríður Soffía Níelsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni White for Decay í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

Valgerður Rúnarsdóttir og hópurinn
fyrir kóreografíu í danssýningunni Eyjaskeggi í sviðssetningu Reykjavík Dance Festival

DANSARI ÁRSINS 2011

Ásgeir Helgi Magnússon
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Transaquania - Into Thin Air í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

Ásgeir Helgi Magnússon
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Við sáum skrímsli í sviðssetningu Shalala í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið

Gunnlaugur Egilsson
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Bræðrum í sviðssetningu Pars Pro Toto í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið

Lára Stefánsdóttir
fyrir hlutverk sitt í söng - og danssýningunni Svanasöng í sviðssetningu Íslensku óperunnar og Pars Pro Toto

Tanja Marín Friðjónsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Eyjaskeggi í sviðssetningu Reykjavík Dance Festival

SÖNGVARI ÁRSINS 2011

Ágúst Ólafsson
fyrir hlutverk sitt í söng - og danssýningunni Svanasöng í sviðssetningu Íslensku óperunnar og Pars Pro Toto

Charlotte Bøving
fyrir hlutverk sitt í kabarettsýningunni Þetta er lífið - og om lidt er kaffen klar! í sviðssetningu Opið út í samstarfi við Iðnó

Eyþór Ingi Gunnlaugsson
fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Rocky Horror í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar

Ólafur Kjartan Sigurðarson
fyrir hlutverk sitt í óperunni Rigoletto í sviðssetningu Íslensku óperunnar

Þóra Einarsdóttir
fyrir hlutverk sitt í óperunni Rigoletto í sviðssetningu Íslensku óperunnar

TÓNLIST/HLJÓÐMYND ÁRSINS 2011

Gísli Galdur Þorgeirsson
fyrir tónlist og hljóðmynd í leiksýningunni Verði þér að góðu í sviðssetningu leikhópsins Ég og vinir mínir í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Hallur Ingólfsson
fyrir tónlist og hljóðmynd í leiksýningunni Elsku barni í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Hallur Ingólfsson og The Tiger Lillies
fyrir tónlist í leiksýningunni Strýhærða Pétri í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir
fyrir tónlist í leiksýningunni Lé konungi í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Valdimar Jóhannsson
fyrir tónlist í danssýningunni Við sáum skrímsli í sviðssetningu Shalala í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið

LÝSING ÁRSINS 2011

Björn Bergsteinn Guðmundsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Ofviðrinu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Björn Bergsteinn Guðmundsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Fólkinu í kjallaranum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Halldór Örn Óskarsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Lé konungi í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Lárus Björnsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Öllum sonum mínum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Lárus Björnsson
fyrir lýsingu í danssýningunni Við sáum skrímsli í sviðssetningu Shalala í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið

BÚNINGAR ÁRSINS 2011

Gabríela Friðriksdóttir og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir
fyrir búninga í danssýningunni Transaquania - Into Thin Air í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

Gabríela Friðriksdóttir og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir
fyrir búninga í danssýningunni Við sáum skrímsli í sviðssetningu Shalala í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið

Filippía I. Elísdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Ofviðrinu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Halla Gunnarsdóttir
fyrir búninga í sýningunni Strýhærða Pétri í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Helga I. Stefánsdóttir
fyrir búninga í sýningunni Lé konungi í sviðssetningu Þjóðleikhússins

LEIKMYND ÁRSINS 2011

Brynja Björnsdóttir
fyrir leikmynd í leiksýningunni Súldarskeri í sviðssetningu Soðins sviðs

Börkur Jónsson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Lé konungi í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Halla Gunnarsdóttir
fyrir leikmynd í leiksýningunni Strýhærða Pétri í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Ilmur Stefánsdóttir
fyrir leikmynd í leiksýningunni Elsku barni í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Vytautas Narbutas
fyrir leikmynd í leiksýningunni Ofviðrinu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

LEIKKONA ÁRSINS 2011 Í AUKAHLUTVERKI

Arnbjörg Hlíf Valsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Öllum sonum mínum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Birgitta Birgisdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fólkinu í kjallaranum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Kristbjörg Kjeld
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Heddu Gabler í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Margrét Vilhjálmsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Lé konungi í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Ólafía Hrönn Jónsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Lé konungi i sviðssetningu Þjóðleikhússins

LEIKARI ÁRSINS 2011 Í AUKAHLUTVERKI

Atli Rafn Sigurðarson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Lé konungi í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Benedikt Erlingsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Elsku barni í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Jóhann Sigurðarson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fólkinu í kjallaranum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Valur Freyr Einarsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Heddu Gabler í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Þröstur Leó Gunnarsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fólkinu í kjallaranum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

LEIKKONA ÁRSINS 2011 Í AÐALHLUTVERKI

Edda björg Eyjólfsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fjalla-Eyvindi í sviðssetningu Aldrei óstelandi og Norðurpólsins

Halldóra Geirharðsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Elsku barni í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Ilmur Kristjánsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fólkinu i kjallaranum í sviðssetningu Leikfelags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Sigrún Edda Björnsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fólkinu i kjallaranum í sviðssetningu Leikfelags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Unnur Ösp Stefánsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Elsku barni í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

LEIKARI ÁRSINS 2011 Í AÐALHLUTVERKI

Arnar Jónsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Lé konungi í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Árni Pétur Guðjónsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Svikaranum í sviðssetningu Lab Loka

Björn Thors
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Öllum sonum mínum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Bergur Þór Ingólfsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Enron í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Jóhann Sigurðarson
fyrir hlutverk sitt í Öllum sonum mínum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

LEIKSTJÓRI ÁRSINS 2011

Benedict Andrews
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Lé konungi í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Jón Páll Eyjólfsson
fyrir leikstjón í leiksýningunni Elsku barni í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Jón Páll Eyjólfsson
fyrir leikstjón í leiksýningunni Strýhærða Pétri í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Kristín Eysteinsdóttir
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Fólkinu i kjallaranum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Stefán Baldursson
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Öllum sonum mínum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

LEIKSKÁLD ÁRSINS 2011

Auður Jónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson
fyrir leikverkið Fólkið í kjallaranum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhússins

Árni Pétur Guðjónsson og Rúnar Guðbrandsson
fyrir leikverkið Svikarann í sviðssetningu Lab Loka

Ég og vinir mínir
fyrir leikverkið Verði þér að góðu í sviðssetningu leikhópsins Ég og vinir mínir í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Jón Atli Jónasson
fyrir leikverkið Mojito í sviðssetningu Hérna megin

Salka Guðmundsdóttir
fyrir leikverkið Súldarsker í sviðssetningu Soðins sviðs

Stage.is óskar listamönnunum og hópunum til hamingju með tilnefningarnar

Upplýsingar um verkin sem og listamennina má finna hér á vefsíðunni.

Tilnefningar til Grímunnar 2011
 

Fleiri fréttir