Tilnefningar til Grímunnar 2013

30. maí 2013

grimanlogo2-2011

Í dag, þann 30. maí var formlega tilkynnt um hvaða listafólk, sviðsverk og útvarpsverk hrepptu tilnefningar til Grímunnar – Íslensku sviðslistaverðlaunanna - 2013. Athöfnin fór fram á stóra sviði Þjóðleikhússins kl 16:30. Ólafía Hrönn Jónsdóttir steig á stokk sem kynnir en hún verður einnig kynnir Grímuhátíðarinnar 2013 sem fram fer 12. júní nk.

Alls komu 63 verk til greina til Grímuverðlauna í ár. Þar af 13 dansverk og 7 útvarpsverk.

Tilnefnt var í 18 flokkum, þar af voru 5 tilnefningar í 16 flokkum og 3 tilnefningar í einum flokki, auk heiðursverðlauna Leiklistarsambands Íslands, svo allt í allt er um að ræða 83 tilnefningar til Grímunnar 2013.

Listafólk og uppfærslur Þjóðleikhússins hljóta 26 tilnefningar. Þar að auki falla 3 tilnefningar í hlut samstarsverkefna sjálfstæðra leikhópa og Þjóðleikhússins.

Listafólk og uppfærslur Borgarleikhússins hljóta 21 tilnefningu. Þar að auki fær samstarfssýning Neander leikhússins í Danmörku og Borgarleikhússins 6 tilnefningar og 4 tilnefningar falla í hlut samstarsverkefna sjálfstæðra leikhópa og Borgarleikhússins.

Listafólk og uppfærslur Íslenska dansflokksins hljóta 8 tilnefningar, Íslensku óperunnar 5 tilnefningar, Leikfélags Akureyrar 1 tilnefningu og 3 uppfærslur Útvarpsleikhússins eru tilnefndar.

Skýjasmiðjan og Gaflaraleikhúsið fá 2 tilnefningar í sinn hlut, Tyrfingur Tyrfingsson einnig 2 tilnefningar og Ásrún Magnúsdóttir og The Festival eina tilnefningu.

Tilnefningar skiptast með eftirfarandi hætti

 • 26 tilnefningar - listafólk og uppfærslur Þjóðleikhússins
 • 2 tilnefningar - samstarfssýning VaVaVoom leikhópsins og Þjóðleikhússins
 • 1 tilnefning - samstarfssýning Brúðuheima og Þjóðleikhússins

 • 21 tilnefning – listafólk og uppfærslur Borgarleikhússins

 • 6 tilnefningar - samstarfssýning Neander leikhússins og Borgarleikhússins.
 • 2 tilnefningar - samstarfssýning Borgarleikhússins og Gulldrengsins
 • 2 tilnefningar - samstarfssýning Vesturports, Malmö Teater, Teaterfar 302 og Borgarleikhússins

 • 2 tilnefningar - Skýjasmiðjan og Gaflaraleikhúsið

 • 1 tilnefning – Leikfélag Akureyrar
 • 5 tilnefningar – Íslenska óperan
 • 8 tilnefningar – Íslenski dansflokkurinn
 • 2 tilnefningar – Tyrfingur Tyrfingsson
 • 3 tilnefningar – Útvarpsleikhúsið
 • 1 tilnefning – Ásrún Magnúsdóttir og The Festival
 • 1 tilnefning - Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan

Nánari útlistun á tilnefningum má finna hér

Fleiri fréttir