Tilnefningar til Grímunnar kynntar í Borgarleikhúsinu

05. jún 2014

kyndill

Tilnefningar til Grímunnar 2014 – íslensku sviðslistaverðlaunanna - verða kunngjörðar fimmtudaginn 5. júní kl 16:30 frá Nýja sviði Borgarleikhússins.

Um 70 verk voru skráð af leikhúsum og sviðslistahópum í Grímuna í ár. Þar af voru 7 útvarpsverk, 10 barnaleikhúsverk, 19 dansverk og 41 sviðsverk.

Tilnefnt er í 18 verðlaunaflokkum sem eru

Sýning ársins, leikrit ársins, leikstjóri ársins, leikari og leikkona í aðalhlutverki, leikari og leikkona í aukahlutverki, leikmynd, búningar og lýsing ársins, tónlist og hljóðmynd ársins, söngvari, dansari og danshöfundur ársins, barnasýning ársins, útvarpsverk ársins og sproti ársins sem hóf göngu sína árið 2012.

Að auki eru árlega veitt heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands. Heiðursverðlaunin eru veitt einum einstaklingi er þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista á Íslandi.

Tilnefningar verða opinberaðar sem fyrr segir 5. júní nk. kl 16.30 í Borgarleikhúsinu og eru allir velkomnir.

Fleiri fréttir