Tilnefningar til Grímunnar kynntar í Þjóðleikhússkjallaranum

01. jún 2017

grimanlogo2011

Tilnefningar til Grímunnar – íslensku sviðslistaverðlaunanna - verða kunngjörðar fimmtudaginn 1. júní kl 16:30 í Þjóðleikhússkjallaranum.

52 verk voru skráð af leikhúsum og sviðslistahópum í Grímuna í ár. Þar af voru 9 útvarpsverk, 11 barnaleikhúsverk, 8 dansverk og 35 sviðsverk.

Þetta árið hefur ein valnefnd verið að störfum og verið iðin við að sjá allar sýningar sem settar hafa verið á svið í íslensku leikhúsi. Eftir leikárið velur nefndin svo 3- 5 einstaklinga eða verk í hverjum verðlaunaflokki í forvali Grímunnar er hljóta tilnefningu. Í aðalvali velur nefndin sigurvegara í hverjum flokki og verða verðlaunin veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu þann 16. júní nk, einnig verður hátíðin í beinni útsendingu á Rúv.

Tilnefnt er í 20 verðlaunaflokkum sem eru:

Sýning ársins, leikrit ársins, leikstjóri ársins, leikari og leikkona í aðalhlutverki, leikari og leikkona í aukahlutverki, leikmynd, búningar og lýsing ársins, tónlist og hljóðmynd ársins, söngvari, dans- og sviðshreyfingar, dansari og danshöfundur ársins, barnasýning ársins, útvarpsverk ársins og sproti ársins sem hóf göngu sína árið 2012.

Að auki eru árlega veitt heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands. Heiðursverðlaunin eru veitt einum einstaklingi er þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista á Íslandi.

Tilnefningar verða opinberaðar sem fyrr segir kynntar þann 1. Júní nk. kl 16.30 í Þjóðleikhússkjallaranum og eru allir velkomnir.

Fleiri fréttir