You are in control - ráðstefna um stafræna miðlun skapandi greina

28. - 30. október 2013

21. okt 2013

Yaic_logo_web

Hin árlega alþjóðlega ráðstefna You are in control fer fram dagana 28. - 30. október nk. í Reykjavík. Ráðstefnan hefur verið haldin hérlendis síðan 2008 og er þetta því í fimmta skipti sem hún fer fram.

You are in control er ráðstefna um stafræna miðlun skapandi greina. Ráðstefnan snertir allar hliðar skapandi greina svo sem sviðlistir, tölvutækni, bókmenntir, hönnun, tónlist, kvikmyndagerð, tölvuleikjagerð og viðskipti í því skyni að kanna nýjustu strauma, áhugaverða skörun greinanna, vandamál og úrlausnir.

Ráðstefnan er sameiginlegur vettvangur skapandi greina á Íslandi og markmiðið hennar er að skapa umræðugrundvöll um möguleika skapandi greina á hinum síbreytilega markaði auk þess að deila færni og þekkingu um milli mismunandi greina.

Dagskrá ráðstefnunnar og skráningareyðublað fá finna á heimasíðu You are in control http://youareincontrol.is

Vimeo kynning á You are in control http://vimeo.com/74929909

Fleiri fréttir