Gríman

Gríman

Gríman, Íslensku sviðslistaverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í júní 2017. Leiklistasamband Íslands stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við félaga, samtök og stofnanir sem starfa innan vébanda sambandsins.

Allir þeir sem vilja að verk þeirra komi til greina til tilnefningar til Grímunnar , Íslensku sviðslistaverðlaunanna leikárið 2016-2017 verða að fylla út þar til gert eyðublað. Þá er átt við öll sviðslistaform, dansverk, útvarpsverk, barnaleikhúsverk og sviðsverk.

Eyðublaði með upplýsingum um viðkomandi sviðsverk ásamt ljósmynd skal skila í gegnum vefinn hér.