#bergmálsklefinn

Heiti verks
#bergmálsklefinn

Lengd verks
75 mín

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
#bergmálsklefinn er ný íslensk ópera um kynjahyggju á samskiptamiðlum frá tón-leikfélaginu Aequitas Collective í samstarfi við Alþýðuóperuna.

#bergmálsklefinn kynnir sögu af fjórum einstaklingum og upplifunum þeirra af Twitter. Áhorfendur dýfa sér lengst niður í dimman, absúrd og fyndinn heim samskiptamiðla og kynnast fernhyrntri tjáningu hugsana í formi 140 stafa.

Skjárinn á sviðinu var með „Twitter feed“ í beinni þar sem áhorfendur gátu tístað beint inn í atburðarrásina.

Sungið var bæði á íslensku og ensku, en þýðingar birtar á skjá.

#bergmálsklefinn notar tíst úr íslensku samfélagi orð fyrir orð til að skoða hvernig tjáning okkar á netinu mótar okkar daglega líf. Hvar lifum við lífinu okkar? Á netinu eða fyrir utan skjáinn? Sýningin rannsakar hvort skuggi svarta skjásins sýnir raunverulegu hlið manneskjunnar og hennar raunverulegu tilfinningar. Hvað segjum við og hvað meinum við í skjóli tölvunnar?

Sviðssetning
Sett upp í Tjarnarbíói hérlendis en einnig í sal háskólans í Hull, 53two í Manchester og á Tete a tete óperuhátíðinni í London.

Notast var við tvö tjöld sem féllu niður úr lofti sem varpað var á bæði texta og ljósum. Sýningin var interactíf þar sem áhorfendur gátu sent inn tíst á meðan á sýningu stóð sem birtust á skjánum (tjaldinu).

Ljós voru það mikilvægasta við sviðssetningu sem og textinn og myndbönd sem varpað var upp á tjöldin. Notast var við tvo myndvarpa, ljósabúnað á hverjum stað og svo selfie-ljós sem hver söngvari hélt á og/eða festi á klæðnað sinn.

Eina leikmynd utan tjaldanna var eitt stórt borð og 4 stólar.

4 söngvarar voru á sviðinu og sást aðeins í píanóleikarann fyrir aftan einnig.

Frumsýningardagur
25. maí, 2019

Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó

Leikskáld
Ingunn Lára Kristjánsdóttir

Leikstjóri
Ingunn Lára Kristjánsdóttir

Tónskáld
Michael Betteridge

Lýsing
Arnar Ingvarsson

Búningahönnuður
Ingunn Lára Kristjánsdóttir

Leikmynd
Ingunn Lára Kristjánsdóttir

Leikarar
Ívar Helgason


Leikkonur
Íslenskar: Ísabella Leifsdóttir og Jónína Björt Gunnarsdóttir

Erlend: Rosie Middleton,

Söngvari/söngvarar
Ísabella Leifsdóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Ívar Helgason og Rosie Middleton

Youtube/Vimeo video

Hér má sjá uppfærsluna í heild í Tjarnarbíói:

Vinsamlegast deilið ekki þessum hlekk

Einnig er hægt að sjá uppfærsluna eins og hún var í London hér, þessi upptaka er opin og má deila að vild:

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
Althyduoperan.is

kennitala greiðanda skráningar.
4404112150

Kóði
Mcpksp