VIMEO Leiðbeiningar

Hér eru leiðbeiningar um hvernig er hægt að setja myndband/upptöku af sviðsetningu inn á vef VIMEO.

Fyrst þarf að vera til upptaka af viðkomandi sviðssetningu á stafrænu formi eða DVD diski. Ef upptakan er á DVD diski þarf fyrst að "rippa" þann disk. Til þess þarf hugbúnað og tölvu. Þeir sem eru með PC ættu að geta fundið ókeypis hugbúnað til þess hér. Tegund hugbúnaðar veltur á stýrikerfi og vélbúnaði. MAC notendur ættu að getað fundið hugbúnað hér. Tegund hugbúnaðar veltur á stýrikerfi og vélbúnaði.

En Handbrake er líklega besti kosturinn fyrir MAC og PC og ókeypis. Handbrake er til fyrir algengustu stýrikerfin. Setjið inn hugbúnaðinn og DVD diskinn í tölvuna og fylgið leiðbeiningum hvers hugbúnaðar. Munið að velja ef hægt er þann möguleika að skráin sem verður til við það að "rippa" sé ekki stærri en 500mb. Vimeo tekur ekki við stærri skrám en 500mb nema greitt sé fyrir aðgang.

Ef þú ert þegar með upptöku af sviðsetningunni á stafrænu formi þá er þitt næsta skref að þjappa þá skrá ef hún er meira en 500mb og koma henni í rétt skráarsnið. /hér eru leiðbeiningar Vimeo um skrársnið/ En Handbrake er líklega besti kosturinn til þess fyrir MAC og PC og ókeypis. Ef það hentar ekki fyrir vélbúnað þinn eða hugbúnað þá má reyna hér fyrir PC og einnig má reyna windows movie maker sem kemur með mörgum PC vélum. MAC notendur geta notað iMOVIE eða Quicktime til að þjappa skránna ef Handbrake hentar ekki.

Eftir að hafa farið í gengum skrefin hér að ofan þá þú núna að hafa skrá sem er ekki meira en 500mb og með hentugt skráarsnið. Næsta skref er þá að skrá þig ókeypis á VIMEO. Það er gert hér og þegar því er lokið skráir þú þig inn og hleður inn skránni og fylgir leiðbeiningum þar. Mundu bara fylla út upplýsingar um upptökuna og stilla privacy þannig að einungis þeir sem hafa lykilorð geti horft á myndbandið. Síðan sendir þú hlekkinn á myndbandið/upptökuna á asa@stage.is ásamt lykilorði.

Hér eru svör við algengustu spurningum um VIMEO