Hátíðir

Act Alone - er leikhúshátíð helguð einleiknum. Hátíðin er haldin á Ísafirði að sumri til, ár hvert af Kómedíuleikhúsinu, í samstarfi við Fisherman og fleiri stuðningsaðila. Stjórnandi Kómedíuleihússins og Act Alone er einleikarinn Elfar Logi Hannesson.
Tengiliðir:
Netfang: komedia@komedia.is
Vefsíða: http://www.actalone.net

LÓKAL - Alþjóðleg sviðslistahátíð í Reykjavík einblínir á framsækin verk í leikhúsi. Hátíðin hefur einnig að markmiði að tengja íslenska listamenn við erlendan leikhúsheim. Stjórnendur LÓKAL eru Ragnheiður Skúladóttir, Bjarni Jónsson og Guðrún J. Guðmundsdóttir. LÓKAL 2013 verður haldin dagana 28.08 - 01.09.
Tengiliðir:
Netfang: lokal@lokal.is
Vefsíða: http://www.lokal.is

Listahátíð í Reykjavík er haldin á hverju ári í maí. Upphaflega var hún haldin annað hvert ár eða frá 1970 til ársins 2004. Hátíðin er ein af elstu listahátíðum norður Evrópu. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og samanstendur af tónleikum, leik- og danssýningum, myndlistarsýningum og óperum. Ásamt því að veita íslenskri menningu í fortíð og nútíð ásýnd þá hefur Listahátíð tekið á móti mörgum framúrskarandi alþjóðlegum listamönnum. Listrænn stjórnandi er Hanna Styrmisdóttir.
Tengiliðir:
Netfang: artfest@artfest.is
Vefsíða: http://www.listahatid.is

Reykavík Dance Festival - Danshátíð sem hóf göngu sína árið 2002. Hátíðin er sú eina á Íslandi sem býður einungis upp á dans. Hátíðin er haldin í september ár hvert. Nýr listrænn stjórnandi er valdin ár hvert. Framkvæmdastjóri RDF er Tinna Lind Gunnarsdóttir. Reykjavik Dance Festival verður haldin dagana 23.08 - 01.09. 2013.
Tengiliðir:
Netfang: info@reykjavikdancefestival.is
Vefsíða: http://www.reykjavikdancefestival.is

Sequences - myndlistarhátíð sem haldin var í fyrsta skipti árið 2006. Áherslur hátíðarinnar breytist frá ári til árs en inniheldur alltaf gjörningalist sem blandar saman ólíkum listgreinum. Listrænn stjórnandi Sequence VI er Markús Þór Andrésson. Sequence VI verður haldin dagana 05.04 - 14.04 2013.
Tengiliðir:
Netfang: sequences@sequences.is
Vefsíða: http://www.sequences.is