Til hvers er stage.is?

Stage.is vefsíðan er hugsuð sem gátt um íslensk sviðslistaverk og aðstandendur þeirra, út í heim. Með síðunni verður til gagnagrunnur á ensku um öll íslensk sviðslistaverk sem erlend leikhús, hátíðir og aðrir geta nýtt í upplýsingaleit um íslenskar sviðslistir. Með því að skrá verk og upplýsingar um hópinn sem að því stendur inn á síðuna bætist og stækkar gagnagrunnurinn.

Hvaða verk skal skrá á stage.is?

Öll ný sviðslistaverk, sem frumflutt eru á Íslandi af atvinnufólki í sviðslistum. Með því er átt við ný leikrit, dansverk, leikgerðir á bókmenntum, nýjum eða klassískum eða önnur sviðsverk. Þetta þýðir að ekki er ætlunin að safna upplýsingum á síðunni um erlend verk,sem hafa verið frumflutt í öðrum löndum áður en þau eru sviðssett á Íslandi. Öll verk sem frumflutt er af íslenskum sviðslistahópum eða stofnunum, hvort sem þau eru eftir íslenska eða erlenda höfunda eða leikhópinn sjálfan, eiga erindi á www.stage.is

Hvernig skal setja inn upplýsingar um sýningu og sviðslistahóp?

Fyllið út eyðublaðið hér að neðan og ýtið svo á “SENDA”. Athugið. Ljósmyndir mega ekki vera stærri en 100 kb og 600 pixlar á breidd. Aðeins ein mynd er leyfð fyrir hvert sviðsverkefni. Stiklur og myndbrot eru send með hlekk á eyðublaði. Allar athugasemdir og spurningar varðandi skráningu verka skal senda á netfangið skraning@stage.is

Production
Media