Aðalfundur Sviðslistasambands Íslands verður haldinn föstudaginn 9. desember kl 12-13.30. Staðsetning verður send út með dagskrá eigi síðar en tveimur vikum fyrir fund.
Aðildarfélög tilnefna fulltrúa í fulltrúaráð til eins árs í senn. Fjöldi fulltrúa er sem hér segir:
Samtök atvinnuveitenda í sviðslist og tónlist (SAVÍST) 4 fulltrúar
Sjálfstæðu leikhúsin (SL) 2 fulltrúar
Félag íslenskra leikara (FÍL) 1 fulltrúi
Félag leikstjóra á Íslandi (FLÍ) 1 fulltrúi
Félag leikskálda og handritshöfuna (FLH) 1 fulltrúi
Félag íslenskra listdansara (FÍLD) 1 fulltrúi
Félag tæknifólks (FTF) 1 fulltrúi
Félag leikmynda- og búningahöfunda (FLB) 1 fulltrúi
Danshöfundafélag Íslands (DFÍ) 1 fulltrúi
Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi (KlassÍs) 1 fulltrúi
Aðildarfélög skulu senda stjórn SSÍ tilnefningar um fulltrúa samkvæmt þessari grein eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund.
Stjórn SSÍ er skipuð fimm einstaklingum. Stjórnarmenn eru valdir til eins árs í senn svo sem hér segir:
1. Samtök atvinnuveitenda í sviðslist og tónlist velja tvo stjórnarmenn og tvo til vara
2. Sjálfstæðu leikhúsin velja einn stjórnarmann og einn til vara
3. Fag- og stéttarfélög velja einn stjórnarmann og einn til vara“
Dagskrá aðalfundar verður auglýst nánar síðar.