Stjórn Sviðslistasambands Íslands boðar til aðalfundar sem haldinn verður þriðjudaginn 25. nóvember kl 15:15 -17:00. Staðsetning auglýst síðar.
Fyrir fundinum liggja hefðbundin aðalfundarstörf, kjör forseta sambandsins ásamt staðfesting löglega tilnefndrar stjórnar sambandsins fyrir komandi starfsár auk tillagna frá stjórn til umfjöllunar og afgreiðslu fulltrúaráðs.
Nákvæm dagskrá og fundargögn hafa verið send út sérstaklega.
Með kveðju,
Stjórn Sviðslistasambands Íslands


