Gríman – íslensku sviðslistaverðlaunin voru veitt í 15. skipti við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld en sýnt var beint frá hátíðinni á RÚV. Kynnar kvöldsins voru Margrét Erla Maack og Þórdís Nadia Semichat. Garðar Cortes fyrrverandi óperustjóri Íslensku óperunnar og stofnandi Söngskóla Reykjavíkur, hlaut Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands fyrir ævistarf sitt í þágu óperu á Íslandi. Verðlaunin dreifðust víða en barnasýningin Blái hnötturinn hlaut flest verðlaun.
Úrslit:
Sýning ársins 2017
Fórn – No Tomorrow
í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins
Leikrit ársins 2017
Sóley Rós ræstitæknir
eftir Maríu Reyndal og Sólveigu Guðmundsdóttur
í sviðsetningu Kvenfélagsins Garps
Leikstjóri ársins 2017
Una Þorleifsdóttir
fyrir Gott fólk
í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikari ársins 2017 í aðalhlutverki
Stefán Hallur Stefánsson
fyrir Gott fólk
í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikkona ársins 2017 í aðalhlutverki
Sólveig Guðmundsdóttir
fyrir Sóley Rós ræstitæknir
í sviðsetningu Kvenfélagsins Garps
Leikari ársins 2017 í aukahlutverki
Björn Hlynur Haraldsson
fyrir Óþelló
í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikkona ársins 2017 í aukahlutverki
Kristbjörg Kjeld
fyrir Húsið
í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikmynd ársins 2017
Ilmur Stefánsdóttir
fyrir Bláa hnöttinn
í sviðsetningu Borgarleikhússins
Búningar ársins 2017
Stefanía Adolfsdóttir
fyrir Elly
í sviðsetningu Borgarleikhússins og Vesturports
Lýsing ársins 2017
Björn Bergsteinn Guðmundsson
fyrir Fórn – Shrine
í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins
Tónlist ársins 2017
Kristjana Stefánsdóttir
fyrir Bláa hnöttinn
í sviðsetningu Borgarleikhússins
Hljóðmynd ársins 2017
Sveinbjörn Thorarensen
fyrir Da Da Dans
í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
Söngvari ársins 2017
Katrín Halldóra Sigurðardóttir
fyrir Elly
í sviðsetningu Borgarleikhússins og Vesturports
Dans – og sviðshreyfingar ársins 2017
Chantelle Carey
fyrir Bláa hnöttinn
í sviðsetningu Borgarleikhússins
Dansari ársins 2017
Katrín Gunnarsdóttir
fyrir Shades of History
Í sviðsetningu Katrínar Gunnarsdóttur, Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival
Danshöfundur ársins 2017
Margrét Bjarnadóttir og Ragnar Kjartansson
fyrir Fórn – No Tomorrow
Í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins
Útvarpsverk ársins 2017
Lifun
eftir Jón Atli Jónasson
Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV
Sproti ársins 2017
Gréta Kristín Ómarsdóttir
Barnasýning ársins 2017
Blái hnötturinn
eftir Andra Snæ Magnason
í leikgerð Bergs Þórs Ingólfssonar
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2017
Garðar Cortes