Verkefnið Umbúðalaust, og þeir listamenn sem tekið hafa þátt í því hlutu sem kunnugt er verðlaun sem Sproti ársins 2022. Rökstuðningur valnefndar fyrir tilnefningum til Sprota ársins er birtur í fyrsta skipti opinberlega hér að neðan:
FWD youth company
FWD youth company er tilnefnt fyrir að veita ungum dönsurum einstakt atvinnutækifæri á Íslandi. FWD dansflokkurinn skipist í tvo hópa með áherslu á samtímadans annars vegar og klassískan ballet hins vegar. Með stofnun klassíska dansflokksins hefur myndast nýtt atvinnutækifæri klassískra balletdansara sem er einstakt hér á landi.
Helgi Rafn Ingvarsson fyrir verkið „Music and the Brain”
Kammeróperan Music and the Brain eftir Helga Rafn Ingvarsson og Rebeccu Hurst, sem var sýnd í fyrsta sinn á opnum sýningum á Íslandi á leikárinu, var metnaðarfullt og vel unnið grasrótarverkefni atvinnufólks á Óperudögum í Reykjavík. Í þessu skapandi verkefni mátti sjá óvenjulega mikla frumbreytni í nýsköpun og áræðni í nýju rými. Sýningin var mikilvægt innlegg í óperusenuna á Íslandi og mun fara á fjalir erlendis á næstunni.
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir fyrir verkið „When the bleeding stops”
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir verkið „When the bleeding stops“. Í þessu verki fjallar Lovísa um þögnina og skömmina sem fylgt hafa þessu umfjöllunarefni í gegnum aldirnar. Hún bíður okkur inn í þennan heim sem helmingur mannkyns upplifir. Verkið kafar djúpt í hina marglaga reynslu sem tengd er breytingaskeiðinu og við fáum að hlæja, gráta og fagna með þátttakendum.
Plöntutíð
Plöntutíð er tilnefnd fyrir nýstárlega og framsæknar nálgun á sviðslistamiðilinn og fyrir að setja vistmiðaðar sviðslistir í forgrunn á tímum hamfarahlýnunar.
Umbúðalaust í umsjá Borgarleikhússins
Umbúðalaust er tilnefnt fyrir að hafa orðið fádæma frjór vettvangur ungra sviðslistamanna. Þar hefur hver athyglisverða sýningin rekið aðra sem hefur gert þennan vettvang og listamennina með því allra forvitnilegasta og nýstárlegasta sem áhorfendur verða vitni að í íslensku leikhúsi á síðustu misserum.
Gríman – íslensku sviðslistaverðlaunin eru veitt árlega.
Árið 2022 eru eftirtaldir handhafar Grímunnar:
Sýning ársins 2022
9 Líf
Eftir Ólaf Egil Egilsson, sviðsetning Borgarleikhúsið
Leikrit ársins 2022
Sjö ævintýri um skömm
Eftir Tyrfing Tyrfingsson, sviðsetning Þjóðleikhúsið
Leikstjóri ársins 2022
Stefán Jónsson
Sjö ævintýri um skömm, sviðsetning Þjóðleikhúsið
Leikkona ársins í aðalhlutverki 2022
Halldóra Geirharðsdóttir
9 líf, sviðsetning Borgarleikhúsið
Leikari ársins í aðalhlutverki 2022
Hilmir Snær Guðnason
Sjö ævintýri um skömm, sviðsetning Þjóðleikhúsið
Leikkona ársins í aukahlutverki 2022
Margrét Guðmundsdóttir
Ein komst undan, sviðsetning Borgarleikhúsið
Leikari ársins í aukahlutverki 2022
Vilhjálmur B Bragason
Skugga Sveinn, sviðsetning Leikfélag Akureyrar
Leikmynd ársins 2022
Börkur Jónsson
Sjö ævintýri um skömm, sviðsetning Þjóðleikhúsið
Búningar ársins 2022
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Sjö ævintýri um skömm, sviðsetning Þjóðleikhúsið
Lýsing ársins 2022
Halldór Örn Óskarsson
Sjö ævintýri um skömm, sviðsetning Þjóðleikhúsið
Tónlist ársins 2022
Anna Þorvaldsdóttir
AIŌN, sviðsetning Íslenski Dansflokkurinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hljóðmynd ársins 2022
Salka Valsdóttir, Kristinn Gauti Einarsson
Rómeó og Júlía, sviðsetning Þjóðleikhúsið
Söngvari ársins 2022
Halldóra Geirharðsdóttir
9 líf, sviðsetning Borgarleikhúsið
Dansari ársins 2022
Shota Inoue
Rómeó <3 Júlía, sviðsetning Íslenski dansflokkurinn
Danshöfundur ársins 2022
Erna Ómarsdóttir
AIŌN, sviðsetning Íslenski dansflokkurinn & Sinfóníuhljómsveit Íslands
Dans- og sviðshreyfingar ársins 2022
Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Rebecca Hidalgo
Rómeó og Júlía, sviðsetning Þjóðleikhúsið
Barnasýning ársins 2022
Emil í Kattholti, sviðsetning Borgarleikhúsið
Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2022
Ólafur Haukur Símonarson
Gríman – íslensku sviðslistaverðlaunin eru veitt árlega í 20 verðlaunaflokkum.
Árið 2021 eru eftirtaldir handhafar Grímunnar:
Sýning ársins 2021
Vertu úlfur
Leikrit ársins 2021
Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðin Unnsteinsson
Leikstjóri ársins 2021
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikari ársins 2021 í aðalhlutverki
Björn Thors
Í leikverkinu Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikkona ársins 2021 í aðalhlutverki
Edda Björg Eyjólfsdóttir
Í leikverkinu Haukur og Lilja – Opnun í sviðsetningu Edda Production
Leikari ársins 2021 í aukahlutverki
Kjartan Darri Kristjánsson
Í leikverkinu Kafbátur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikkona ársins 2021 í aukahlutverki
Birna Pétursdóttir
Í leikverkinu Benedikt búálfur í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við MAk og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Leikmynd ársins 2021
Elín Hansdóttir
Í leikverkinu Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Búningar ársins 2021
María Th. Ólafsdóttir
Í leikverkinu Kardemommubærinn í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Lýsing ársins 2021
Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson
Í leikverkinu Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Tónlist ársins 2021
Friðrik Margrétar Guðmundsson
Í óperunni Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarsonar og Friðriks Margrétar Guðmundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó
Hljóðmynd ársins 2021
Elvar Geir Sævarsson og Valgeir Sigurðsson
Í leikverkinu Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Söngvari ársins 2021
María Sól Ingólfsdóttir
Í óperunni Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarsonar og Friðriks Margrétar Guðmundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó
Dans – og sviðshreyfingar ársins 2021
Allra veðra von
Í nýsirkussýningunni Allra veðra von í sviðsetningu Sirkuslistahópsins Hringleiks í samstarfi við leikhópinn Miðnætti og Tjarnarbíó
Dansari ársins 2021
Inga Maren Rúnarsdóttir
Í dansverkinu Ævi í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
Danshöfundur ársins 2021
Inga Maren Rúnarsdóttir
Fyrir dansverkið Ævi í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
Sproti ársins 2021
Leikhópurinn PólíS
Barnasýning ársins 2021
Kafbátur
Í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Útvarpsverk ársins 2021
Með tík á heiði
Eftir Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur í sviðsetningu Útvarpsleikhússins RÚV
Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2021
Hallveig Thorlacius
Þórhallur Sigurðsson
Gríman – íslensku sviðslistaverðlaunin verða haldin hátíðleg í Tjarnarbíói, fimmtudaginn 10. júní.
Vegna sóttvarnarreglna verður gestafjöldi takmarkaður við tilnefnda aðila en bein útsending verður frá hátíðinni á RÚV.
Tilnefningar verða kunngjörðar á morgun, þriðjudag.
Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2021.
Elísabet Jökulsdóttir
Amma, viltu hlusta á dansinn.
Það er leikhúsið.
Leikurinn er eldri en siðmenningin.
Ljónið og býflugan hafa leikið sér lengur en við.
Það gerir leikinn að uppsprettu lífsins.
*
Úr hverju er leikhús búið til.
Úr þögninni og myrkrinu.
Úr þögninni rétt áðuren tjaldið er dregið frá.
Úr myrkrinu sem við bíðum í áðuren tjaldið er dregið frá.
Leikhúsið er tjaldið.
Einu sinni var barn sem bjó í tjaldi. Barnið kveikti ljós í tjaldinu og það flögruðu fiðrildi kringum tjaldið og einhver lék á spiladós og þá var komin hljómsveit.
Til að halda sér inní tjaldinu þurfti barnið að segja Mundu töfrana.
Svo barnið sagði Mundu töfrana alveg stanslaust.
Og þá kom lírukassaleikari, bróðirinn kom, töfradrottningin kom og skrímslið, allt útaf því að barnið sagði Mundu töfrana. Og það féllu niður snjókorn meðan lírukassaleikarinn lék, lugtirnar skinu skært og skrímslið ætlaði að eyðileggja allt en þá sagði barnið Mundu töfrana og skrímslið sagðist vera raunveruleikinn og sagðist liggja á tári og tárið titraði og þá mundi barnið eftir því að sorgin hafði bankað uppá og nú voru allir að gefa því tár svo það gæti grátið – og til þess var allt þetta vesen, allt þetta leikhús, tilað leysa gátuna um fegurðina, töfrana, og lírukassaleikarann.
Leikhús er búið til persónu A og persónu B. Persóna B horfir á persónu A ganga yfir sviðið og þetta heitir leikhús, að því tilskildu að persóna A sé þess meðvituð um að persóna B sé að horfa á hana.
Leikhús er skvaldrið. Skvaldrið áðuren tjaldið er dregið frá, brakið í nammibréfunum, jafnvel hringingar í farsímum. Næst skaltu hlusta á skvaldrið í áhorfendum sem snarþagnar þegar myrkrið skellur á.
Ég talaði við áhorfanda og hún sagði: Pabbi og mamma voru verkafólk en sáu alltaf til þess að við fórum í leikhúsið. Og hvað er leikhús spurði ég. Og hún svaraði. “Ég veit það ekki, … það var annar heimur, … leikritið.”
Ég talaði við leikara; leikhúsið er andardráttur, hreyfing, ryþmi, texti, sagði ein, annar var að undirbúa sýningu með vændiskonum og heimilislausu fólki, þriðja sagði að í leikhúsinu mætti sýna réttarhöld, sálfræðivinnu, partavinnu, leikhúsið væri heimili tilfinninganna.
Ég talaði við leikhúsið; frá Japan, Rússlandi, Eþíópíu, Kólombíu, Líbanon …
Á sínum tíma varð ég hrædd við leikhúsið því mér fannst leikhúsið eiga meira í pabba mínum en mér. Og þá varð ég hrædd við að fara inní leikhúsið, en ég var líka hrædd um að hafa ekkert að segja í leikhúsinu.
Ég sópaði einu sinni gólfið í leikhúsi og fæ vatn í munninn við tilhugsunina.
Og þegar ég sá leikara á sviði taka í höndina á áhorfenda í sal, handaband á milli leikara og áhorfenda. Persóna A tekur í höndina á persónu B. Passar það inní formúluna?
En ég skal segja þér hvað leikhús er. Trúnaður. Trúnaður á milli A og B.
Trúnaður í hjarta lítillar stúlku.
Leikhúsið er í hjartanu, maganum, hryggsúlunni, leikhúsið er í hryggsúlunni og auðvitað blóðinu.
Ég er með leikhúsið í blóðinu, ég ólst uppí leikhúsi og á efri hæðinni var hún Kristín sem eldaði matinn handa leikurunum, hjá henni fékk ég andabrauð þegar ég varð þreytt á að horfa á æfingar, hverja æfinguna á fætur annarri og leikararnir voru svo góðir, alltaf að faðma mig og brosa til mín. Og leikstjórinn sagði Tökum þetta aftur. Hljóð í salnum. Og ég sat stillt og prúð í sætinu mínu. Það var gaman að labba um í leikmyndinni í pásu. Ég horfði á sömu æfinguna aftur og aftur, alveg einsog ég horfði á Hamlet aftur og aftur þegar ég fékk að fylgjast með æfingum mörgum árum seinna.
Aftur og aftur því ekkert gerist aftur.
Og þessvegna hljómar það aftur:
Amma, viltu hlusta á dansinn.
Í kjól, glimmer og glitrandi.
Elísabet Jökulsdóttir er fædd í Reykjavík þann 16. apríl árið 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1987, stundaði nám í kvikmyndahandritsgerð í höfundasmiðju LR og lauk BA-prófi í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands árið 2008.
Elísabet starfar sem rithöfundur en á fjölbreyttan starfsferil. Hún hefur starfað á Kleppi, á veitingahúsi, verið ráðskona, háseti, afleysingakennari, lausráðinn blaðamaður við ýmis blöð og tímarit ásamt því að hafa verið með útvarpsþætti á Rás 1. Hún hefur verið ötul baráttukona fyrir verndun íslenskrar náttúru og bauð sig fram í embætti forseta Íslands árið 2016
Elísabet hefur skrifað ljóð, smásögur, örsögur, skáldsögur og leikrit.
Hún hefur verið tilnefnd til fjömargra verðlauna og hlaut árið 2020 Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Aprílsólarkuldi.
Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2021.
Helen Mirren, Bretland
Þetta hafa verið mjög erfiðir tímar fyrir allar sviðslistir og hjá mörgu listafólki, leikhústæknifólki og sviðsfólki sem ævinlega hefur lifað við óvissu og óöryggi.
En ef til vill hefur eilíft óöryggi gert það hæfara til að komast af í heimsplágunni með hugrekki og húmor að vopni.
Hugmyndaflug þeirra hefur þegar fundið sér nýjan farveg við nýjar kringumstæður í hugmyndaríku, skemmtilegu og hrífandi samskiptaformi, – þökk sé veraldarvefnum.
Allar götur frá upphafi mannvistar hefur fólk sagt hvert öðru sögur og undurfalleg list leikhússins mun lifa jafn lengi og við byggjum jörðina okkar.
Sköpunarþörf leikskálda, leikmyndahöfunda, dansara, söngvara, leikara, tónlistarfólks, leikstjóra, – allra þessara einstaklinga, – mun aldrei kafna og hún mun fyrr en varir blómstra á ný með nýja orku og með nýjan skilningi á heiminum sem við öll deilum.
Ég get varla beðið!
Ávarp Helen Mirren á frummálinu
“This has been such a very difficult time for live performance and many artists, technicians and craftsmen and women have struggled in a profession that is already fraught with insecurity.
Maybe that always present insecurity has made them more able to survive this pandemic with wit and courage.
Their imagination has already translated itself, in these new circumstances, into inventive, entertaining and moving ways to communicate, thanks of course in large part to the internet.
Human beings have told each other stories for as long as they have been on the planet. The beautiful culture of theatre will live for as long as we stay here.
The creative urge of writers, designers, dancers, singers, actors, musicians, directors, will never be suffocated and in the very near future will flourish again with a new energy and a new understanding of the world we all share.
I can’t wait!” Íslensk þýðing: Hafliði Arngrímsson
Helen Mirren er fædd árið 1945 í London. Hún er ein þekktasta og virtasta leikkona okkar tíma, – hefur náð alþjóðlegum frama í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpi. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir kraftmikinn og fjölhæfan leik. Meðal annars hlaut hún Academy-verðlauninn árið 2007 fyrir The Queen.
Ferill hennar hófst við National Youth Theatre og hún flutti sig fljótt um set í Royal Shakespeare Company. Eftir að hafa átt farsælan feril hjá RSC í fjögur ár söðlaði hún rækilega um og starfaði með leikhópi Peter Brook, Centre de Recherche Théâtrale og ferðaðist með leikhópnum um Afríku og Ameríku.
Síðan hefur hún leikið í fjölda leiksýninga á West End, hjá Royal Shakespeare Company, Breska þjóðleikhúsinu og á Broadway. Árið 2009 sneri hún aftur til Þjóðleikhússins í London til að leika titilhlutverkið í Fedru eftir Racine í leikstjórn Nicholas Hyrtner. Leiksýning þessi er skráð í sögubækur þar sem hún var fyrsta sviðsetning Þjóðleikhússins breska sem var kvikmynduð og sýnd í kvikmyndhúsum um allan heim.
Fyrir skemmstu lék Helen Queen Elizabeth II í The Audience eftir Peter Morgan á West End í London í leikstjórn Stephen Daldry. Hún hlaut Olivier-verðlaunin ásamt What´s On Stage-verðlaunin sem besta leikkona. Sýningin var flutt í Gerald Schoenfeld-leikhúsið í New York og Helen Mirren áfram í aðalhlutverkinu. Þar hlaut hún einnig Tony-verðlaunin sem besta leikkona.
Meira um Helen Mirren á www.helenmirren.com
Aðalfundur Sviðslistasambands Íslands verður haldinn í dag, miðvikudaginn 25. nóvember kl. 17.00
Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf skv lögum SSÍ
Fundurinn er fjarfundur og áhugasamir hafið samband við Birnu Hafstein birna@stage.is til að fá sendan hlekk á fundinn.
september 28, 2020
Stuðningsyfirlýsing við Leiklistar- og kvikmyndaháskólann í Búdapest
Bandalag íslenskra listamanna og Sviðslistasamband Íslands lýsir yfir stuðningi við nýlegar aðgerðir nemenda og kennara við Leiklistar- og kvikmyndaháskólann í Búdapest (SZFE).
Boðuð endurskipulagning ungverskra stjórnvalda á skólanum felur í sér að hvorki nemendur, kennarar né annað starfsfólk hefur nokkra aðkomu að stefnumótun og fjármálum skólans, sem setur alvarlegar skorður við sjálfstæði stofnunarinnar og akademískt frelsi.
Við tökum undir áhyggjur nemenda og kennara af sjálfstæði skólans og hvetjum stjórnvöld í Ungverjalandi til að endurskoða ákvörðun sína, enda eru sjálfstæðar mennta- og menningarstofnanir meðal hornsteina lýðræðisins.
Statement of Solidarity with the University of Theatre and Film, Budapest
The Federation of Icelandic Artists and Performing Arts Iceland expresses solidarity with the current actions of students and teachers at the University of Theatre and Film, Budapest (SZFE).
The recent restructuring of SZFE’s administration entails that neither students nor academic staff have any direct influence on the university’s matters of policy and finances, which severely undermines the its autonomy and academic freedom.
We share the students’ and teachers’ grave concerns regarding the autonomy of the institution and strongly encourage the Hungarian authorities to reconsider their decision, as autonomous institutions of education and culture are among the foundations of democracy.
Sjá umfjöllun; New York Times og BBC
Þá liggja úrslit Grímunnar fyrir og eftirfarandi listamenn og verkefni hlutu Grímuna árið 2018
Stjórn Sviðslistasambands Íslands óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju!
Sýning ársins
Himnaríki og helvíti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Leikrit ársins
Himnaríki og helvíti
eftir Jón Kalmann Stefánsson og Bjarna Jónsson
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Leikstjóri ársins
Egill Heiðar Anton Pálsson
Himnaríki og helvíti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Leikari ársins í aðalhlutverki
Eggert Þorleifsson
Faðirinn
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Nína Dögg Filippusdóttir
Fólk, staðir og hlutir
Sviðsetning – Borgarleikhúsið í samstarfi við Vesturport
Leikari ársins í aukahlutverki
Valur Freyr Einarsson
1984
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Leikkona ársins í aukahlutverki
Sigrún Edda Björnsdóttir
Fólk, staðir og hlutir
Sviðsetning – Borgarleikhúsið í samstarfi við Vesturport
Leikmynd ársins
Egill Ingibergsson
Himnaríki og helvíti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Búningar ársins
Helga I. Stefánsdóttir
Himnaríki og helvíti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Lýsing ársins
Þórður Orri Pétursson
Himnaríki og helvíti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Tónlist ársins
Hjálmar H. Ragnarsson
Himnaríki og helvíti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Hljóðmynd ársins
Baldvin Þór Magnússon
Crescendo
Sviðsetning – Katrín Gunnarsdóttir í samstarfi við Tjarnarbíó
Söngvari ársins
Kristján Jóhannsson
Tosca
Sviðsetning – Íslenska óperan
Dans- og sviðshreyfingar ársins
Chantelle Carey
Slá í gegn
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Dansari ársins
Þyrí Huld Árnadóttir
Hin lánsömu
Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn
Danshöfundur ársins
Katrín Gunnarsdóttir
Crescendo
Sviðsetning – Katrín Gunnarsdóttir í samstarfi við Tjarnarbíó
Barnasýning ársins
Í skugga Sveins
eftir Karl Ágúst Úlfsson
Sviðsetning – Gaflaraleikhúsið
Útvarpsverk ársins
Fákafen
eftir Kristínu Eiríksdóttur
Leikstjórn Kolfinna Nikulásdóttir
Sviðsetning – Útvarpsleikhúsið, RÚV
Sproti ársins
Sigurður Andrean Sigurgeirsson dansari
Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona
Um okkur
Sviðslistarsamband Íslands (SSÍ) eru heildarsamtök sviðslista á Íslandi. Sambandið var stofnað árið 1972. Að baki því standa öll fagfélög þeirra starfsgreina er fást við sviðslistir ásamt sjálfstæðum leikhópum, bandalögum og stofnunum innan sviðslista á Íslandi.
Hvar erum við?
Lindargötu 6,
101 Reykjavík,
Ísland
Hafðu samband
Netfang: stage(hjá)stage.is
Símanúmer: + 354 8523530
Netfang verkefnastjóra Grímunnar: helena(hjá)stage.is