Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2021.

Helen Mirren, Bretland

 

Þetta hafa verið mjög erfiðir tímar fyrir allar sviðslistir og hjá mörgu listafólki, leikhústæknifólki og sviðsfólki sem ævinlega hefur lifað við óvissu og óöryggi.

En ef til vill hefur eilíft óöryggi gert það hæfara til að komast af í heimsplágunni með hugrekki og húmor að vopni.

Hugmyndaflug þeirra hefur þegar fundið sér nýjan farveg við nýjar kringumstæður í hugmyndaríku, skemmtilegu og hrífandi samskiptaformi, – þökk sé veraldarvefnum.

Allar götur frá upphafi mannvistar hefur fólk sagt hvert öðru sögur og undurfalleg list leikhússins mun lifa jafn lengi og við byggjum jörðina okkar.

Sköpunarþörf leikskálda, leikmyndahöfunda, dansara, söngvara, leikara, tónlistarfólks, leikstjóra, – allra þessara einstaklinga, – mun aldrei kafna og hún mun fyrr en varir blómstra á ný með nýja orku og með nýjan skilningi á heiminum sem við öll deilum.

Ég get varla beðið!

Ávarp Helen Mirren á frummálinu

“This has been such a very difficult time for live performance and many artists, technicians and craftsmen and women have struggled in a profession that is already fraught with insecurity.

 

Maybe that always present insecurity has made them more able to survive this pandemic with wit and courage.

 

Their imagination has already translated itself, in these new circumstances, into inventive, entertaining and moving ways to communicate, thanks of course in large part to the internet.

 

Human beings have told each other stories for as long as they have been on the planet. The beautiful culture of theatre will live for as long as we stay here.

 

The creative urge of writers, designers, dancers, singers, actors, musicians, directors, will never be suffocated and in the very near future will flourish again with a new energy and a new understanding of the world we all share.

 

I can’t wait!”                                                                          Íslensk þýðing: Hafliði Arngrímsson

 

Helen Mirren er fædd  árið 1945 í London. Hún er ein þekktasta og virtasta leikkona okkar tíma, – hefur náð alþjóðlegum frama í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpi. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir kraftmikinn og fjölhæfan leik. Meðal annars hlaut hún Academy-verðlauninn árið 2007 fyrir The Queen.

Ferill hennar hófst við National Youth Theatre og hún flutti sig fljótt um set í Royal Shakespeare Company. Eftir að hafa átt farsælan feril hjá RSC í fjögur ár söðlaði hún rækilega um og starfaði með leikhópi Peter Brook, Centre de Recherche Théâtrale og ferðaðist með leikhópnum um Afríku og Ameríku.

Síðan hefur hún leikið í fjölda leiksýninga á West End, hjá Royal Shakespeare Company, Breska þjóðleikhúsinu og á Broadway.  Árið 2009 sneri hún aftur til Þjóðleikhússins í London til að leika titilhlutverkið í Fedru eftir Racine í leikstjórn Nicholas Hyrtner. Leiksýning þessi er skráð í sögubækur þar sem hún var fyrsta sviðsetning Þjóðleikhússins breska sem var kvikmynduð og sýnd í kvikmyndhúsum um allan heim.

Fyrir skemmstu lék Helen Queen Elizabeth II í The Audience eftir Peter Morgan á West End í London í leikstjórn Stephen Daldry. Hún hlaut Olivier-verðlaunin ásamt What´s On Stage-verðlaunin sem besta leikkona. Sýningin var flutt í Gerald Schoenfeld-leikhúsið í New York og Helen Mirren áfram í aðalhlutverkinu. Þar hlaut hún einnig Tony-verðlaunin sem besta leikkona.

Meira um Helen Mirren á www.helenmirren.com