Um okkur
Eigandi þessarar vefsíðu er Sviðslistarsamband Íslands (SSÍ) sem eru heildarsamtök sviðslista á Íslandi. Sambandið var stofnað árið 1972. Að baki því standa öll fagfélög þeirra starfsgreina er fást við sviðslistir ásamt sjálfstæðum leikhópum, bandalögum og stofnunum innan sviðslista á Íslandi.
Hvar erum við?
Lindargötu 6,
101 Reykjavík,
Ísland
Hafðu samband
Netfang: stage@stage.is
Símanúmer: + 354 6968680
Netfang verkefnastjóra Grímunnar: helena@stage.is
Þegar ljósin kvikna e. Grétu Kristínu Ómarsdóttur
Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2024 eftir Grétu Kristínu Ómarsdóttur, leikstjóra, Íslandi. Í lokin kvikna ljósin aftur og þá eru þau öll þarna. Meira að segja ef þau voru grátandi síðast þegar við sáum þau, eða ef einhver stakk einhvern með heimskulegum hníf eða eitthvað. Þarna eru þau aftur. Búin að þvo sér og […]
List er friður e. Jon Fosse
Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2024 eftir Jon Fosse, leikskáld, Noregi. International Theatre Institute ITI World Organization for the Performing Arts Sérhver manneskja er einstök og samt eins og hver önnur manneskja. Ásýnd okkar, – ytra útlit er ólíkt öllum öðrum, auðvitað, og það er allt gott og blessað. En það er líka eitthvað […]
Aðalfundur SSÍ verður haldinn 26. febrúar 2024
Stjórn Sviðslistasambands Íslands boðar til aðalfundar sem haldinn verður mánudaginn 26. febrúar kl 11.30-13, staðsetning auglýst síðar. Fyrir fundinum liggja hefðbundin aðalfundarstörf, kosning til stjórnar og forseta auk tillagna frá stjórn til umfjöllunar og afgreiðslu fulltrúaráðs. Nákvæm dagskrá og fundargögn verða send út sérstaklega. Óskað er eftir tilnefningum til stjórnar og fulltrúaráðs skv. samþykktum sambandsins. Með kveðju, Stjórn Sviðslistasambands Íslands
Opinn fundur um sviðslistastefnu
Opinn fundur um mótun sviðslistastefnu verður haldinn í Kjallaranum í Þjóðleikhúsinu miðvikudaginn 6. desember kl 13-17 Markmið fundarins er að laða fram hugyndir um framtíðarsýn í sviðslistum og helstu áherslur. Sviðslistastefnan mun endurspegla þá sýn og verða þannig leiðarljós í geiranum inn í framtíðina. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála ávarpar fundinn. Bjarni Snæbjörn Jónsson, sérfræðingur […]
Ávarp Ólafs Egilssonar á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2023
Sviðslistasamband Íslands SSÍ Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2023 Ólafur Egill Egilsson, leikari og leikstjóri, Íslandi Leikhúsið er húsið okkar allra, barnanna, foreldranna, forfeðranna og þeirra ókomnu. Það er hús draumanna, hús andanna, hús líkamanna, hús mennskunnar, það er hús inní húsi, það er ekki hús, það er allt sem var er og verður. […]
Ávarp Samiha Ayoub á alþjóðlega leiklistardaginn 27. mars 2023
Aðalfundur Sviðslistasambands Íslands
Aðalfundur Sviðslistasambands Íslands verður haldinn föstudaginn 9. desember kl 12-13.30. Staðsetning verður send út með dagskrá eigi síðar en tveimur vikum fyrir fund. Aðildarfélög tilnefna fulltrúa í fulltrúaráð til eins árs í senn. Fjöldi fulltrúa er sem hér segir: Samtök atvinnuveitenda í sviðslist og tónlist (SAVÍST) 4 fulltrúar Sjálfstæðu leikhúsin (SL) 2 fulltrúar Félag íslenskra […]
Samfélagsleg áhrif birtingarmynda í listum
Umsögn valnefndar um Sprota ársins 2022
Verkefnið Umbúðalaust, og þeir listamenn sem tekið hafa þátt í því hlutu sem kunnugt er verðlaun sem Sproti ársins 2022. Rökstuðningur valnefndar fyrir tilnefningum til Sprota ársins er birtur í fyrsta skipti opinberlega hér að neðan: FWD youth company FWD youth company er tilnefnt fyrir að veita ungum dönsurum einstakt atvinnutækifæri á Íslandi. FWD dansflokkurinn […]
Gríman 2022 – Úrslit
Gríman – íslensku sviðslistaverðlaunin eru veitt árlega. Árið 2022 eru eftirtaldir handhafar Grímunnar: Sýning ársins 2022 9 Líf Eftir Ólaf Egil Egilsson, sviðsetning Borgarleikhúsið Leikrit ársins 2022 Sjö ævintýri um skömm Eftir Tyrfing Tyrfingsson, sviðsetning Þjóðleikhúsið Leikstjóri ársins 2022 Stefán Jónsson Sjö ævintýri um skömm, sviðsetning Þjóðleikhúsið Leikkona ársins í aðalhlutverki 2022 Halldóra Geirharðsdóttir 9 líf, sviðsetning Borgarleikhúsið Leikari […]
Gríman 2021 – Úrslit
Gríman – íslensku sviðslistaverðlaunin eru veitt árlega í 20 verðlaunaflokkum. Árið 2021 eru eftirtaldir handhafar Grímunnar: Sýning ársins 2021 Vertu úlfur Leikrit ársins 2021 Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðin Unnsteinsson Leikstjóri ársins 2021 Unnur Ösp Stefánsdóttir Fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins Leikari ársins […]
Gríman 2021
Gríman – íslensku sviðslistaverðlaunin verða haldin hátíðleg í Tjarnarbíói, fimmtudaginn 10. júní. Vegna sóttvarnarreglna verður gestafjöldi takmarkaður við tilnefnda aðila en bein útsending verður frá hátíðinni á RÚV. Tilnefningar verða kunngjörðar á morgun, þriðjudag.
Alþjóðlegur dagur leiklistar 27. mars – Ávarp Elísabetar Jökulsdóttur
Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2021. Elísabet Jökulsdóttir Amma, viltu hlusta á dansinn. Það er leikhúsið. Leikurinn er eldri en siðmenningin. Ljónið og býflugan hafa leikið sér lengur en við. Það gerir leikinn að uppsprettu lífsins. * Úr hverju er leikhús búið til. Úr þögninni og myrkrinu. Úr þögninni rétt áðuren tjaldið er […]
Alþjóðlegur dagur leiklistar 27. mars – Ávarp Helen Mirren
Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2021. Helen Mirren, Bretland Þetta hafa verið mjög erfiðir tímar fyrir allar sviðslistir og hjá mörgu listafólki, leikhústæknifólki og sviðsfólki sem ævinlega hefur lifað við óvissu og óöryggi. En ef til vill hefur eilíft óöryggi gert það hæfara til að komast af í heimsplágunni með hugrekki og húmor […]
Aðalfundur Sviðslistasambandsins 25. nóv kl. 17.00
Aðalfundur Sviðslistasambands Íslands verður haldinn í dag, miðvikudaginn 25. nóvember kl. 17.00 Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf skv lögum SSÍ Fundurinn er fjarfundur og áhugasamir hafið samband við Birnu Hafstein birna@stage.is til að fá sendan hlekk á fundinn.
Stuðningsyfirlýsing við Leiklistar- og kvikmyndaháskólann í Búdapest
september 28, 2020 Stuðningsyfirlýsing við Leiklistar- og kvikmyndaháskólann í Búdapest Bandalag íslenskra listamanna og Sviðslistasamband Íslands lýsir yfir stuðningi við nýlegar aðgerðir nemenda og kennara við Leiklistar- og kvikmyndaháskólann í Búdapest (SZFE). Boðuð endurskipulagning ungverskra stjórnvalda á skólanum felur í sér að hvorki nemendur, kennarar né annað starfsfólk hefur nokkra aðkomu að stefnumótun og fjármálum […]
Úrslit Grímunnar
Þá liggja úrslit Grímunnar fyrir og eftirfarandi listamenn og verkefni hlutu Grímuna árið 2018 Stjórn Sviðslistasambands Íslands óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju! Sýning ársins Himnaríki og helvíti Sviðsetning – Borgarleikhúsið Leikrit ársins Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalmann Stefánsson og Bjarna Jónsson Sviðsetning – Borgarleikhúsið Leikstjóri ársins Egill Heiðar Anton Pálsson Himnaríki og helvíti […]
Tilnefningar til Grímunnar 2018
Tilnefningar til Grímunnar 2018 voru kunngjörðar í Borgarleikhúsinu í dag, 29. maí. Lilja Alfreðsdóttir mennta – og menningarmálaráðherra afhent tilnefningarnar ásamt Birnu Hafstein forseta Sviðslistasambandsins. Alls voru 56 verk lögð fram til þátttöku í Grímunni leikárið 2017 – 2018 og tilnefningarnar alls 91 í 19 flokkum. Grímuhátíðin sjálf verður haldin í Borgarleikhúsinu þann 5. júní […]
Gríman 2018
Við verðum fyrr á ferðinni en vanalega… Gríman 2018 verður haldinn hátíðleg þriðjudaginn 5. júní nk í Borgarleikhúsinu. Takið daginn frá og vonandi sjáumst við sem flest!
Ávörp frá ITI
Alþjóðlegi leiklistardagurinn 27. mar 2018 Til að fagna 70 ára afmæli ITI ( The International Theatre Institute) og til að leggja áherslu á þvermenningarlega og alþjóðlega hlið leikhússins og ITI þá hefur framkvæmdaráð ITI valið fimm aðila til að skrifa ávörp á alþjóðlegum degi leiklistar Afríka: Wèrê Wèrê LIKING, Ivory Coast Ameríka: Sabina BERMAN, Mexico […]
Gríman 2017 – úrslit
Gríman – íslensku sviðslistaverðlaunin voru veitt í 15. skipti við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld en sýnt var beint frá hátíðinni á RÚV. Kynnar kvöldsins voru Margrét Erla Maack og Þórdís Nadia Semichat. Garðar Cortes fyrrverandi óperustjóri Íslensku óperunnar og stofnandi Söngskóla Reykjavíkur, hlaut Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands fyrir ævistarf sitt í þágu óperu á […]
Tilnefningar til Grímunnar 2017
Tilnefningar til Grímunnar- Íslensku sviðslistaverðlaunanna 2017 voru kunngjörðar við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúskjallaranum í dag, 1. júní. Sviðslistasamband Íslands óskar öllum tilnefndum aðilum innilega til hamingju. Listi yfir tilnefningar Grímunnar 2017: Sýning ársins 2017 Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman í þýðingu Þórdísar Gísladóttur Sviðsetning – Borgarleikhúsið Elly eftir Ólaf Egil Egilsson og Gísla Örn […]